fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Bleikt

Brjálað að gera hjá Millie Bobby Brown – Hannar skartgripalínu fyrir Pandora

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 15:40

Táknrænt skart: Línan inniheldur krossfisk, ananas, haföldu, sæskjaldböku og flamingóa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stranger Things leikkonan knáa, Millie Bobby Brown, hefur í samstarfi við Pandora hannað skartgripalínu sem komin er á markað. Hún byggir á sýn Millie um sumarstemningu og hönnuðirnir Francesco Terzo og A. Filippo Ficarelli unnu náið með henni í hönnunarferlinu. Millie segist hafa verið aðdáandi Pandora frá ungum aldri og að það sé draumi líkast að fá að koma að þessu skemmtilega verkefni. Hún segir að táknin sem hún valdi fyrir línuna standi fyrir það sem henni hugnist best við sumarið. „Hvert skart stendur fyrir skemmtilega minningu og er mér þýðingarmikið,“ segir Millie. Um er að ræða takmarkaða útgáfu sem samanstendur af litlum skartgripum sem settir eru á armband ásamt eyrnalokkum. Línan nefnist Pandora x Millie Bobby Brown og verður í sölu fram í desember á þessu ári.

Millie er frá Bretlandi og hóf feril sinn sem leikkona aðeins 9 ára gömul þegar hún fékk hlutverk í þáttunum Once Upon A Time in Wonderland. Eins og þekkt er fer Millie með hlutverk Eleven í þáttunum Stranger Things sem framleiddir eru af Netflix. Millie er aðeins sextán ára gömul en hefur afrekað margt. Hún lék í kvik-myndinni Godzilla: King Of The Monster, er í auglýsingasamstarfi við ýmis fyrirtæki og er með eigin snyrtivörulínu. Línan sem nefnist Florence er vegan og ekki prófuð á dýrum. Samstarfið við Pandora er enn ein rós í hnappagat þessa hæfileikaríku stúlku.

Bling bling: Millie kynnir Pandora línuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.