fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Bleikt

Hvolpur raunveruleikastjörnu lést sex dögum eftir að hún fékk hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 14:09

Tommy Fury, Molly-Mae og Mr Chai.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Molly-Mae Hague hefur deilt sorgarfregnum með fylgjendum sínum á Instagram. Hvolpur hennar, Mr Chai, lést aðeins sex dögum eftir að hún fékk hann í afmælisgjöf frá kærasta sínum, Tommy Fury. Molly-Mae og Tommy kynntust í raunveruleikaþættinum vinsæla Love Island.

Molly varð 21 árs í síðustu viku og fékk hvolpinn í afmælisgjöf frá Tommy á föstudaginn síðastliðinn. Nokkrum dögum seinna varð hann veikur og lést. Molly-Mae sagði fylgjendum sínum frá þessu á Instagram.

„Við Tommy erum miður okkar og í áfalli. Fallegi nýi hvolpurinn okkar, Mr Chai, veiktist fyrir nokkrum dögum og hefur því miður látið lífið,“ segir Molly-Mae á Instagram.

Skjáskot/Instagram

Hún segir að á stuttum tíma hafi hún fallið fyrir hvolpinum og ekki séð sólina fyrir honum. „Og við hefðum ekki getað hugsað betur um hann. Við elskuðum hann svo mikið,“ segir hún.

Molly-Mae vonast eftir að fá einhver svör á næstu dögum frá dýralækni um orsök veikindanna. „Við erum í áfalli yfir þessu,“ segir hún.

Mr Chai var þegar orðinn frægur með um 150 þúsund fylgjendur á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og þrífst samband þeirra á gagnkvæmri virðingu“

„Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og þrífst samband þeirra á gagnkvæmri virðingu“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Fær sér nýja plöntu í hvert skipti sem sjúklingur deyr

Fær sér nýja plöntu í hvert skipti sem sjúklingur deyr

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.