fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Sneri til baka í kynlífsiðnaðinn eftir að hafa eignast tvö börn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 09:44

Madison Mynd: Kidspot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madison Ashton er tveggja barna móðir og einnig þekkt sem háklassa vændiskonan Christine McQueen. Á vef Kidspot segir hún frá því hvernig hún fer að því að sinna mæðrahlutverkinu og starfi sínu í kynlífsiðnaðinum á sama tíma.

Madison starfaði í kynlífsiðnaðinum áður en hún varð ólétt. Eftir að hafa eignast bæði börnin sín ákvað hún að snúa aftur. Hún segir að það sé erfiðara að ala upp barn heldur en að vera vændiskona.

„Þegar kom að því að segja börnunum mínum frá vinnunni minni þá var ég ekki með neina skrifstofu til að sýna þeim. Þegar dóttir mín var fjórtán ára áttaði hún sig á því að það væri eitthvað skrýtið í gangi, og sonur minn komst að þessu með því að lesa dagblaðið,“ segir Madison.

Það var tvöfalt áfall fyrir dóttur hennar að komast að þessu þar sem hún lærði á sama tíma að líffræðilegur faðir hennar hafði verið viðskiptavinur móður hennar. Sonur Madison vill ekki ræða um starf móður sinnar þar sem honum finnst það óþægilegt og vandræðalegt.

Börn Madison. Mynd: Kidspot

„Ég þekki margar einstæðar mæður og að mínu mati þá verðlaunar kapítalíska kerfið ekki einstæðum mæðrum sem ala upp næstu kynslóð. Svo eru einnig miklir fordómar í garð þeirra sem starfa í kynlífsiðnaðinum og virði þitt er nánast ekkert.“

Madison segir að hún reyndi að lifa hefðbundnu lífi eftir að hún átti börnin sín. En hún sneri til baka svo hún gæti gefið börnum sínum að borða.

„Fólk heldur að það sé hræðilegt að starfa í kynlífsiðnaðinum en satt að segja er mun erfiðara að ala upp lítið barn. Þegar börnin mín voru yngri þá fannst mér það vera frí að hanga með stelpunum í vændishúsinu og sinna viðskiptavinum,“ segir hún.

Fljótlega eftir að Madison fór að starfa aftur í kynlífsiðnaðinum byrjaði hún að gangast undir fegrunaraðgerðir. Í kjölfarið varð hún mjög vinsæl meðal karlmanna og þénaði vel. Hún segist vera þakklát fyrir starf sitt þar sem það hélt henni frá fátækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.