fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

„Ég er afleiðing fóstureyðingar sem misheppnaðist og var skilin eftir til að deyja“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. júní 2020 08:43

Missy og líffræðileg móðir hennar Ruth.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Missy Ohden var fjórtán ára breyttist líf hennar. Hún komst að því að hún væri afleiðing fóstureyðingar sem fór úrskeiðis og var skilin eftir til að deyja. Hún segir Fabulous Digital sögu sína.

Í dag er Missy 42 ára. Hún vissi alltaf að hún væri ættleidd en gerði ráð fyrir að líffræðilegir foreldrar hennar hefðu einfaldlega verið of ungir til að hugsa um hana.

Hins vegar er sannleikurinn annar. Þegar líffræðileg móðir hennar var nítján ára gömul, og gengin sjö mánuði með Missy, neyddi móðir hennar hana að gangast undir fóstureyðingu. En fóstureyðingin virkaði ekki og Missy fæddist.

Í stað þess að gefa hana upp til ættleiðingar ákvað amma Missy að segja dóttur sinni að fóstureyðingin hafi tekist og hvatti svo starfsfólk spítalans að henda barninu sem „læknisúrgangi“ (e. medical waste).

Sem betur fer var það ekki gert og góðhjartaður hjúkrunarfræðingur fór með Missy á vökudeild þar sem hún barðist fyrir lífi sínu. Í dag glímir hún ekki við neina líkamlega kvilla eða veikindi vegna þessa.

Ruth þegar hún var barn.

Hafði samband við líffræðilega móður sína

Líffræðileg móðir Missy, Ruth, vissi ekki að dóttir sín væri á lífi. Þegar Missy var þrítug hafði hún samband við hana.

„Líffræðileg móðir mín undirgekkst saltvatns fóstureyðingu (e. saline abortion) þegar hún var gengin sjö mánuði með mig. Eftir fóstureyðinguna átti hún að fæða mig andvana en ég var á lífi. Ég var „lögð til hliðar“ en tveir hjúkrunarfræðingar tóku það að sér að bjarga mér og ég var tekin síðan á vökudeild þar sem ég lifði af,“ segir Missy.

Þungunarrof þegar móðir er gengin svona langt eru almennt ólöglegar nú til dags. Á Íslandi er löglegt að rjúfa þungun fram að 22. viku.

Mæðgur hittast.

Missy fór heim með foreldrum sínum þegar hún var tveggja og hálfs mánaða gömul.

„Eftir að ég komst að sannleikanum þá reyndi ég að hugsa ekki um það en ég var miður mín. Ég átti mjög erfitt með þetta og byrjaði að drekka,“ segir Missy.

„En ég komst í gegnum þetta og byrjaði að leita að líffræðilegum foreldrum mínum þegar ég var nítján ára. Ég leitaði að þeim í meira en tíu ár og fann loksins nöfn þeirra […] Ég fann pabba minn og sendi honum bréf en fékk ekki svar. Sex mánuðum seinna fékk ég fréttirnar, hann lést skyndilega af náttúrulegum orsökum.“

Fjölskylda föður hennar fann bréfið og er hún nú í góðu sambandi við afa sinn. Með tímanum tókst henni að finna móður sína með hjálp frænku sinnar.

„Ruth [líffræðileg móðir mín] frétti af mér í ágúst 2007 en það liðu nokkur ár þar til hún var tilbúin að hafa samband við mig. Ég var ein taugahrúga þegar ég var að senda þessi fyrstu skilaboð til hennar,“ segir hún. Árið 2016 ákváðu þær að hittast og hafa reglulega hist síðan þá.

Ruth segir einnig sína sögu í viðtalinu sem má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.