fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Bleikt

Hollywood leikari sakaður um kynferðisofbeldi gegn 17 ára stúlku

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 11:06

Ansel Elgort er sakaður um kynferðislega áreitni. Mynd/Hollywoodreporter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn, söngvarinn og plötusnúðurinn Ansel Elgort hefur verið ásakaður um kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram á E!. Skilaboð voru birt á Twitter aðganginum „Gabby“ þar sem Gabby segir frá sinni sögu með Hollywood leikaranum Elgort. Gabby segir frá því að Elgort hafi brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var 17 ára.

„Í staðinn fyrir að spyrja mig hvort ég vildi hætta að stunda kynlíf vitandi að þetta var mitt fyrsta skipti og ég var mjög kvalin og vildi ekki gera þetta var eina sem hann sagði: „við þurfum að ganga þig til“. Andlega var ég ekki á staðnum. Ég var í molum og mér leið eins og hugur minn væri farinn. Ég var í áfalli. Ég gat ekki farið. Ég var aðeins 157 cm á hæð 44 kg. Hann lét mig halda að kynlíf ætti að vera svona. ÉG VAR SVO UNG OG HANN VISSI ÞAÐ.“

Segir lýsingar Gabby ekki réttar

Ansel birti yfirlýsingu á Instagram síðu sinni þar sem hann svarar ásökuninni. „Ég fór í uppnám þegar ég sá færsluna um mig á samfélagsmiðlum sem hefur verið í umferð síðastliðnar 24 klukkustundir. Ég get ekki skilið tilfinningarnar sem Gabby er að upplifa. Lýsingar hennar af atburðinum eru ekki réttar. Ég hef aldrei og myndi aldrei beita neinn ofbeldi.“

Ansel segist ekki hafa höndlað sambandsslitin vel. „Sannleikurinn er sá að í New York árið 2014, þegar ég var 20 ára, áttum ég og Gabby í stuttu, löglegu og algjörlega samhljóða sambandi. Ég hætti að svara skilaboðum frá henni sem er óþroskað og grimmt. Ég veit að þessi síðbúna afsökunarbeiðni undanskilur mig ekki óásættanlegri hegðun minni þegar ég hvarf. Þegar ég lít til baka á hegðun mína skammast ég mín. Ég er innilega miður mín. Ég veit  að ég þarf að halda áfram að endurspegla, læra og vinna til að byggja upp samkennd.“

Hér að neðan má sjá Instagram færslu Ansel. Búið er að loka fyrir Twitter færslur Gabby fyrir almenning.

Bað hana um nektarmyndir

Þegar Gabby deildi reynslu sinni með Ansel birti hún mynd sem sýndi skilaboð þeirra á milli þann 21. desember 2014. Gabby sendi skilaboðin: „Ég elska þig svo mikið. Ég á afmæli á morgun og þú munt líklega aldrei taka eftir mér.“ Ansel svaraði: „Hvernig gæti ég ekki tekið eftir þér sæta? Til hamingju með afmælið. Sendu mér Snapchat á „itsansolo“. Þetta er mitt persónulega snapchat, ekki dreifa því!“

Gabby sagði einnig frá því að Ansel hafi beðið hana um nektarmyndir. Einnig spurði hann Gabby að koma í „trekant“ með honum og vini hans sem er dansari. „Þau voru líka undir lögaldri og ég sagði engum frá vegna þess að hann sagði að það gæti eyðilagt ferilinn hans. Ég hugsaði í marga mánuði hvað ég hafði gert vitlaust. Ég hugsaði hvers vegna mér leið svona „notaðri“. Nú nokkrum árum síðar glími ég við andlega kvilla, ég fæ kvíðaköst og fer í meðferðir. Loksins er ég tilbúin til að tala um þetta og ná bata“ segir Gabby. Hún er ekki að koma fram núna til að stofna til vandræða. „Ég vil bara ná bata og segja öðrum stelpum sem hafa gengið í gegnum það sama að þið eruð ekki einar.“ Gabby segir það mikið mál að stíga fram og segja sína sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian
Bleikt
Fyrir 1 viku

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.