fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Bleikt

Kennir konum hvernig á að næla sér í ríka karlmenn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 13:43

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski bloggarinn Anna Bey er 34 ára og búsett í London. Hún kennir konum hvernig þær eiga að næla sér í ríka og vel menntaða karlmenn. Hún heldur úti YouTube-síðunni School Of Affluence og samefndum „netskóla“ sem hún lýsir sem elítuskóla „fyrir dömur sem sækjast eftir fáguðu líferni.“ Í nýju myndbandi útskýrir hún hvernig konur geta fengið karlmenn til að „grátbiðja um athygli.“

Anna segir að konur eiga að „láta ganga á eftir sér,“ klæða sig kvenlega og vera ástríðufullar.

Anna er sjálf í sambandi með ríkum bankamanni. Hún segir að það sé ekki nóg nóg að hunsa símtöl og skilaboð. Heldur þurfa konur að lifa eigin lífi, vera uppteknar og ekki „stökkva á hvert tækifæri sem þeim býðst frá karlmönnum.“

„Það sem lætur karlmann grátbiðja um athygli er þegar kona lætur ganga á eftir sér og gerir það fyrir alvöru. Hún þykist ekki gera það, því karlmenn sjá í gegnum það. Karlmennr eru ekki heimskir, sérstaklega ef þú ert að hitta einhvern „hágæða“ karlmann […] Þú þarft að virðast vera „hágæða“ kona. Þú ert örugglega ekki að sinna heimavinnunni. Þú ert örugglega að senda honum skilaboð að frumkvæði, hringja í hann fyrst, ekki með mörkin á hreinu og ekki að láta hann ganga á eftir þér. Hágæða konur lifa eigin lífi, þær eru uppteknar og stökkva ekki á hvaða tækifæri sem þeim býðst. Þetta eru konur á markaðnum sem karlmenn þurfa að grátbiðja um athygli frá. Og mér þykir leitt að segja þetta elsku kona, en það er ástæða fyrir því að þú sért kannski ekki að fá meðferðina sem þú bjóst við. Ekki bara því menn séu svín, því meirihluti karlmanna er ekki svín. Það eru til vel menntaðir karlmenn sem ég kalla hágæða karlmenn. Og þetta eru mennirnir sem við viljum veiða þessa dagana.“

Klæddu þig fyrir karlmenn

Anna segir að það sé algjört lykilatriði að klæða sig sérstaklega fyrir karlmenn.

„Karlmenn eru mikið fyrir það sjónræna. Það eru svo mörg trend“ í gangi og ég held að konur gleymi því oft fyrir hvern þær eiga að klæða sig. Við klæðum okkur fyrir okkur sjálfar, en líka fyrir mennina. Við verðum að hugsa út í það, þó svo að við séum með maka“ segir hún.

Anna bætir við að konur eiga að vera kvenlegar, þolinmóðar og ekki sætta sig við hvað sem er. Að lokum þurfa allar konur að vera með einhverja ástríðu að mati Önnu, hvort sem það er ástríða varðandi starf sitt eða eitthvað áhugamál.

Með þessu geturðu nælt þér í ríkan hágæða karlmann samkvæmt Önnu. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fyrstu tónleikarnir með samskiptafjarlægð munu fara fram á Bretlandi

Fyrstu tónleikarnir með samskiptafjarlægð munu fara fram á Bretlandi
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.