fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Bleikt

Lesið í tarot Dags B. Eggerts: „Í þessu samstarfi mun ríkja gagnkvæm virðing“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. júní 2020 19:30

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að þessu sinni fannst okkur viðeigandi að spá fyrir einhverjum í Tvíbbamerkinu og því völdum við engan annan en Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Lúna Fírenza spákona DV lagði spilin á borðið fyrir hann.

Tvíburanum finnst ekki leiðinlegt að tala og er hann þekktur fyrir sjarmann sinn. Tvíburinn er tilfinningavera þótt hann reyni að láta lítið á því bera. Hann á það til að hafa gaman af því að afla sér upplýsinga um ýmis málefni sem snerta ekki hans daglega líf og er því oft að tjá sig um ýmis málefni í óspurðum fréttum. Tvíburinn er klár og listrænn. Helsti ókostur hans er sveiflukennt skap, sérstaklega þegar hann eru svangur!

Sólin

Lykilorð: Jákvæðni, skemmtun, hlýja, velgengni, lífsþróttur

Sólarspilið geislar af bjartsýni og jákvæðni. Stór, björt sól skín á himni og táknar uppsprettu alls lífs á jörðinni. Þetta er happaspil sem mikil orka fylgir. Nú er sérlega góður tími til að takast á við nýtt verkefni því spilið lofar góðri niðurstöðu í því máli.

Tvistur í Bikurum

Lykilorð: Samstarf, jafnvægi, jafnrétti, tenging, tillögur, tengsl, gagnkvæm virðing

Miðað við spilið sem kom hér að ofan finnst mér þetta vera táknrænt um að ákveðinn aðili muni leika lykilhlutverk í þessu stóra verkefni sem þú ert að taka þér fyrir hendur. Í þessu samstarfi mun ríkja gagnkvæm virðing, sem mun ýta undir velgengni verkefnisins. Mundu að sýna þakklæti, því það er ákveðinn galdur út af fyrir sig.

Myntás

Lykilorð: Birtingarmynd, fjármálatækifæri, fagkunnátta

Þú ert í viðskiptaham, en spilin virðast öll fjalla um plön, áætlanir og ný verkefni. Gott er að setja sér skýr markmið og jafnvel huga að færri málum í einu til þess að klára og sinna þeim vel. Tvíburinn er gjarnan með „vott“ af athyglisbresti og því þarf hann að einbeita sér meira en aðrir til að klára málin.

Skilaboð frá spákonunni

Taktu þér góðan tíma til þess að sjá fyrir þér framtíðina og næstu skref. Hverju vilt þú koma í verk á næstu 12 mánuðum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.