fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Bleikt

Lesið í tarot Siggu Kling: „Þinn tími er kominn!“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 13. júní 2020 18:30

Sigga Kling. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill heiður að fá að spá fyrir frægustu spákonu landsins, Sigríði Klingenberg, sem er fædd í Nautsmerkinu. Lúna Fírenza, spákona og tarotsystir DV, lagði spilin fyrir hana.

Nautið er þekkt fyrir að vera afar tryggt og þolinmótt en er þó frægt fyrir að vera þrjóskt. Nautin eru fagurkerar og kunna að meta það að hafa það notalegt í kringum sig og jafnvel baða sig í listum og merkjavöru.

Sverðdrottning

Lykilorð: Umbreyting, sjálfstæði, friðsemd, diplómatísk

Hér er um að ræða umbreytingu og endi á ákveðnum kafla, ef til vill er einhver þér kærkominn sem hjálpar þér að komast yfir ákveðinn hjalla og sjá hlutina í nýju ljósi sem friðar sál og hjarta. Þessi breyting verður til þess að þú finnir nýtt sjálfstæði til þess að taka af skarið með ný verkefni og nýja sjálfsást sem veldur því að þú farir að huga betur að sjálfri þér og þinni líkamlegu og andlegu heilsu. Þinn tími er kominn!

Myntdrottning

Lykilorð: Uppskera, velgengni, örlæti

Það kemur ekkert á óvart að það séu endalausar drottningar í þinni spá, enda heiðrar þú og upphefur drottninguna í öllum í kringum þig en við minnum þig á að heiðra þína eigin innri drottningu. Þetta er sannkallað happaspil sem er hér komið í kortin og býður þér að mála þinn eigin veg og undirbúa þennan nýja kafla sem er fram undan með nýjum kröfum sem lofa þér að uppskera fyrir þá vinnu sem þú hefur þegar lagt á þig.

Sverðriddari

Lykilorð: Andlegur skýrleiki, vitsmunalegur kraftur, vald, sannleikur

Þú sérð allt í nýju ljósi og aftur er einhver þér við hlið sem ferðast með þér inn í þetta nýja ævintýri, einhver nýr einstakur vinskapur eða jafnvel sálufélagi af einhverju tagi. Þú andar léttar og finnur mikinn létti við þessar breytingar og með því að sleppa takinu á ákveðnum hlutum nærðu loks að njóta þín betur og uppskera betri andlega heilsu.

Skilaboð frá spákonunni:

Tími til að hlúa að sjálfum sér eftir að hafa gefið af þér árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.