fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Bleikt

Handamerkið sem gæti bjargað lífi þolenda heimilisofbeldis

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. júní 2020 10:33

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsleg einangrun vegna COVID-19 eykur hættuna hjá þolendum heimilisofbeldis. Erfiðara er fyrir þolendur að leita sér hjálpar og hafa gerendur nú meiri möguleika til að fylgjast með og stjórna þolendum.

Sjá einnig: Skelfileg aukning á heimilisofbeldi samhliða COVID-19 faraldrinum – Tvöfalt fleiri morð en venjulega

„Merki til hjálpar“ (e. signal for help) er handamerki sem þolendur heimilisofbeldis geta notað í myndsímtali til að láta vita að þeir séu beittir ofbeldi eða finnst þeim ógnað. Handamerkið er hluti af nýrri herferð kanadískra kvennasamtakanna, Canadian Women‘s Foundation, gegn heimilisofbeldi.

Myndband þar sem er sýnt hvernig merkið er notað hefur vakið mikla athygli og farið á dreifingu um samfélagsmiðla. Fjöldi fjölmiðla, á borð við Refinery29 og Mirror, hafa einnig fjallað um merkið.

Í myndbandinu má sjá konu spyrja vinkonu sína um uppskrift að bananabrauði. Það sést í karlmann á bak við hana. Síðan heldur konan upp hendinni með flatan lófann, leggur þumalinn inn í lófann og kreppir hnefann yfir þumalinn.

@forsure7######♬ original sound – forsure7


Ofbeldismenn fylgjast oft með snjallsímum og raftækjum þolandans. Það er því erfitt að senda skilaboð og leita hjálpar. Merkið er leið til að láta vita án þess að skilja eftir rafræna slóð.

„Ef ég sé merkið í símtali þá veit ég að ég á að fara til manneskjunnar og kíkja örugglega á hana,“ segir varaforseti samtakanna, Andrea Gunraj, við Refniery29.

„Merkið er leið til að segja: „Ég sé þig, ég ætla að hjálpa þér.“ Það er mjög mikilvægt að þessi skilaboð dreifist sem víðast, því við viljum að allir skilji hvernig þeir geta hjálpað ef þeir sjá það.“

Handamerkið gæti bjargað lífi einhvers og þess vegna er mikilvægt að sem flestir þekkja það.

Þolendur heimilisofbeldis geta leitað sér aðstoðar hjá eftirtöldum aðilum:

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kvennaathvarfið – sími: 561-3720 Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205 Netfang: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is Stígamót – sími: 562-6868 / 800-6868 Netfang: stigamot@stigamot.is

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Landspítalanum 543 1000 – Aðalskiptiborð LSH 543 2000 – Afgreiðsla bráðamóttöku LSH 543 2094 – Neyðarmóttaka á dagvinnutíma 543 2085 – Áfallamiðstöð LSH Kristínarhús – Sími: 546 3000 Netfang: steinunn@stigamot.is Kvennaráðgjöfin – Sími: 552-1500 Karlar til ábyrgðar – Sími : 555-3020 Drekaslóð – Símanúmer: 551 – 5511 / 860-3358

Bjarkarhlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 553-3000

Landsbyggðin:

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri – Símanúmer: 461 5959 / 857 5959 Sólstafir, systursamtök Stígamóta á Ísafirði – Sími: 846-7484

Bjarmahlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 551-2520

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.