fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar – Haltu þig bara við það að vera drottning en ekki dramadrottning

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 31. maí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 29. maí – 4. júní

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Hey, queen. Haltu þig bara við það að vera drottning en ekki dramadrottning. Það fer þér ekki eins vel og það er svo miklu auðveldara að sleppa því að tuða yfir því sem skiptir hvort eð er ekki máli. Jákvæðni er mantra vikunnar.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Málamiðlanir í kortinu þessa vikuna! Þú þarft mögulega aðeins að kyngja stoltinu og koma til móts við einhvern, ég veit þú getur það en ég veit líka að þú vilt það ekki en treystu mér, það mun vera þess virði!

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Hæhó jíbbí jeij! Afmælismánuðurinn þinn genginn í garð og þú nýtur þess að fá aukna athygli sem tvíbbanum finnst nú aldrei leiðinlegt. Fólk fylgist með þér þessa vikuna og leitar til þín með ýmis ráð. Mæli með að þú bullir þig áfram líkt og ég geri í þessari spá… Fake it till you make it!

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Tími til að hugsa upphátt og það mun koma þér á óvart að fólk sé svo bara til í það sem þú stingur upp á. Og þetta í hausnum á þér var síðan bara svo miklu minna mál en þú hélst! Óþarfi að flækja hlutina! Illu er best af lokið.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þig mun dreyma táknrænan draum í vikunni. Vertu á varðbergi, geymdu dagbók við rúmgaflinn. Kosmósið er að reyna að segja þér eitthvað, þú þarft bara að hlusta! Skilaboðin og svörin umlykja þig. Þú færð niðurstöðu í máli þessa vikuna.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Venjulega eiga mistökin að kenna manni eitthvað þannig að maður endurtaki þau ekki. Þú, frú/herra mín/minn góð/ur, veist betur en að endurtaka eitthvað sem þú veist hvernig mun fara. Nú er góður tími til að rjúfa þessar slæmu hefði eða hætta að eltast við það sem þú veist að muni valda þér vonbrigðum!

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Kæra Vog. Þú þarft helst að fara að rukka fyrir þessa sálfræðitíma en Vogin er sérstaklega lagin við það að draga allan andskotann upp úr fólki. Vikan endar í sérlega góðum trúnó. Passaðu ráðin sem þú gefur því fólk mun fara eftir þeim.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Fylltu þitt eigið rauðvínsglas áður en þú fyllir á hjá næsta manni eða hvernig sem hugtakið var aftur. En allavega þá er þessi vika góð til að hlaða batteríin og huga fremur að sjálfri/um sér en öðrum. Hinir mega bíða, líka börnin …

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Elsku upptekni Bogmaður. Ertu ekki örugglega kominn með aðstoðarmann inn í þetta erilsama líf þitt? Kannski ekkert svo vitlaus hugmynd, enda var einn snjallur Bogmaður sem sagði við mig eitt sinn að þiggja aðstoð, þannig maður geti sinnt því sem maður er bestur í. Farðu eftir eigin ráðum, litli meistari.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Góð vika til þess að rækta innra barnið. Maður er aldrei of gamall til þess að fara í „yfir“. Þér finnst þú föst/fastur í einhverju formi og þráir að brjótast út úr þessu hugarfangelsi. Hættu að hugsa um það og planaðu eitthvað skemmtilegt.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú finnur fyrir smá tómleika þessa vikuna þannig að við mælum með hugleiðslu og andlegu spa! Farðu berfætt/ur út í náttúruna og jarðtengdu þig til þess að tengjast aftur betur við sjálfa/n þig og langanir þínar.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Hugsaðu upphátt, elsku Fiskur, og fáðu einhvern til þess að ritskoða reiðipóstinn áður en það verður að fréttaefni. Fiskurinn er alltaf vinamargur því við elskum hvað þú ert skemmtilega klikkaður en við vinirnir kunnum að meta það best því við þekkjum þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

BleiktFókus
Fyrir 1 viku

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ben Affleck og Ana de Armas eru ástfangin upp fyrir haus – flissa og fíflast

Ben Affleck og Ana de Armas eru ástfangin upp fyrir haus – flissa og fíflast
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.