fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Bleikt

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. maí 2020 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maci Bookout, sem margir þekkja úr raunveruleikaþættinum Teen Mom, svarar fyrir sig eftir að hún var harðlega gagnrýnd fyrir að láta ellefu ára son sinn fara í „megrun“.

Sonur hennar, Bentley, æfir glímu og til þess að hann haldist í ákveðnum þyngdarflokk þarf hann að fylgja mjög ströngu mataræði.

Maci hefur verið harðlega gagnrýnd og er sökuð um að valda syni sínum skaða.

Áhyggjufullir aðdáendur

Í þætti Teen Mom, sem var sýndur í gærkvöldi, segir Maci frá því að hún skráði Bentley í einkatíma í glímu.

Aðdáendur hafa miklar áhyggjur að Maci sé að taka nýja áhugamálið hans aðeins of alvarlega, þar sem hún er að láta hann fylgja mjög „ströngu mataræði“ sem hún segir að muni „hjálpa honum að ná markmiði sínu.“

Í einu atriði í þættinum í gær segir Maci við Bentley að hann hefur „misst vitið“ þegar hann segist vilja grillaðan kjúkling í matinn.

„Hann er um 35 kíló þannig hann fylgir mjög ströngu, góðu og heilbrigðu mataræði. Mikið af vatni og æfingum svo hann léttist,“ segir hún.

Bentley segist reyna að borða aðeins um þúsund kaloríur á dag. Drengir á hans aldri eiga að borða um 1800 kaloríur á dag.

Gæti myndað óheilbrigt samband við mat

Faðir Bentley, Ryan, og stjúpmóðir hans, Mackenzie Edwards, segjast hafa áhyggjur af nýja mataræði hans. Þau hafa mestar áhyggjur að þetta muni seinka kynþroska hans.

Hins vegar hafa áhorfendur þáttarins meiri áhyggjur að Bentley muni þróa með sér óheilbrigt samband við mat. Einn netverji skrifaði á Instagram-síðu Maci og sagði:

„Ég er venjulega með þér í liði – en varðandi þetta, ég á son á sama aldri og Bentley og ég gæti ekki ímyndað mér að segja honum að það sé í lagi að léttast á hans aldri. Hann er stækkandi drengur og líkami hans þarf þessar kaloríur og næringu. Leyfðu honum að vera lítill. Og leyfðu honum að fá kókómjólk!“

Annar netverji sagði: „Þú ert að láta þennan dreng fá átröskun. Þú ættir að skammast þín. Mér blöskraði við þessum þætti. Hann er ellefu ára. Ekkert ellefu ára barn ætti að vera í megrun.“

Maci svarar fyrir sig

Maci svaraði fyrir sig á Twitter.

„Varðandi þáttinn í kvöld – ég hef aldrei og mun aldrei sannfæra Bentley um að léttast. Bentley kom til mín og sagðist vilja fara niður um einn þyngdarflokk eftir fyrstu tvö mótin hans í glímu. Hann var að keppa í -34 kílóa flokknum og var um -32,6 kíló. Hann sagðist vilja keppa í  -31,7 kílóa flokknum. Ég sagði ókei en að hann myndi ekki „skera niður.“ Ég sagðist ætla að búa til heilbrigt matarplan fyrir hann, hann mætti borða salöt, grillaðan kjúkling, grænmeti og góð kolvetni. Í staðinn fyrir pítsu, Doritos og súkkulaðistykki. Þegar leið á tímabilið ákvað hann að hann vildi þetta ekki lengur og það var í lagi! Hann fór aftur að keppa í -34 kílóa flokknum,“ segir hún.

Hún bætir við að hún „ólst upp í kringum íþróttina og hefur ágætis vitneskju um heilbrigða og örugga þyngdarstjórnun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

BleiktFókus
Fyrir 1 viku

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ben Affleck og Ana de Armas eru ástfangin upp fyrir haus – flissa og fíflast

Ben Affleck og Ana de Armas eru ástfangin upp fyrir haus – flissa og fíflast
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.