fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 24. maí 2020 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 22. – 28. maí

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert þessi raunsæistýpa sem trúir ekki stjörnuspánni nema hún segi eitthvað sem hentar þér! Þannig að spáin þín þessa vikuna er að þér mun áskotnast aukapeningur og ástin mun blómstra sem aldrei fyrr… Er þetta satt eða er ég bara meðvirk spákona? Þú ræður!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú ert ekki Naut fyrir ekki neitt og blæst bókstaflega úr nösum þegar reynir á! Í guðanna bænum, hlauptu hringinn í kringum húsið nokkrum sinnum áður en þú lætur utanaðkomandi aðstæður bitna á þínum nánustu.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Kældu kampavínið, taktu út sparistellið, rakaðu þig þar sem það er viðeigandi – eða ekki. Farðu í sparidressið… „Nú, af hverju?“ spyrðu þig. Og svarið er: „Af því bara.“ Þegar þú nýtur, þá kallar þú til þín meiri gleði og aukin tækifæri. Hannaðu líf þitt, kæri Tvíburi.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Settu á þig ennisbandið, farðu í æfingafatnaðinn og spilaðu svo mjög hátt þemalagið úr Rockymyndinni. Þessa vikuna ætlar þú að yfirstíga hræðsluna og gera það sem gera þarf, horfast í augu við óttann og taka völdin. Það mun verða mikill léttir. Koma svo!

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónin eru alltaf svolítið sexí, hleyptu ljónynjunni út og skvettu úr klaufunum. Við vitum öll að þú átt einhverja flík með tígrisdýra- eða hlébarðamunstri. Ekki ljúga! Nú er tíminn til þess að fara í hana. Þessa vikuna mun dýrseðli þitt taka yfir, hvað sem það nú þýðir.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Sjarmi þinn tekur yfir þessa vikuna. Fólk heillast og laðast að þér. Nýttu þér orkuna fyrir þína hagsmuni. Ég mana þig til að biðja um það sem þú vilt. Það eru allar líkur á að þú munir fá óskir þínar uppfylltar.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Your’s truly, spákonan, er Vog. Því hentar það mér sérlega vel að skrifa jákvæðustu spána í þessum dálki. Vogarsystkinin mín græða líka á því! En þetta verður vikan sem þú endurheimtir gleðina fyrir lífinu og framtíðinni. Jafnvægið kemur í allri sinni dýrð. Njóttu!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú ert svo mikið ástríðumerki að þú átt það til að vera miskilin/n. Beindu þessari ástríðu inn á við og skelltu þér í smá hugleiðslu og æfingarútínu til þess að ná fókus og jafnvægi. Þú munt græða á að jarðtengja þig þessa vikuna. Farðu úr skónum og andaðu djúpt.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það er ástæða fyrir því að þú ert með boga! Þú hittir oftast í mark í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur en boginn þessa vikuna táknar að þú þurfir að einbeita þér að einu skotmarki í einu til þess að ná þeim árangri sem þú sækist eftir.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú ert ekki alveg að nenna að sinna skyldum þínum og finnur mikla löngun til þess að gera ALLT annað en það sem þú átt að gera! En frestunarárátta veldur bara vítahring kvíða, þannig að við ráðleggjum þér að klára verkið í skömmtum. Þú getur þetta!

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú varst einn af þeim sem töldu niður mínúturnar í að sundlaugarnar opnuðu aftur. Því þegar einhver segir þér að þú megir ekki gera eitthvað, þá er það einmitt það sem þig langar MEST að gera. Það er svo ekkert víst að þig langi lengur í sund þegar það má svo!

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Hættu að væla og komdu að kæla, gæti verið slóganið þitt þessa vikuna. Í fyrsta lagi þarftu ekki að segja já við öllum fyrirspurnum. Veldu fyrir þig og sinntu sjálfri/um þér fyrst og þá dettur allt í réttan farveg. Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel… Og ekki skjóta sendiboðann!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Safna undirskriftum fyrir Miu Khalifa

Safna undirskriftum fyrir Miu Khalifa
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fær sér nýja plöntu í hvert skipti sem sjúklingur deyr

Fær sér nýja plöntu í hvert skipti sem sjúklingur deyr
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.