fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Bleikt

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. maí 2020 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður Ryan Seacrest hughreystir aðdáendur hans og segir að Ryan hafi ekki fengið slag í beinni útsendingu lokaþáttar American Idol. Þátturinn var sýndur síðastliðna helgi á netinu.

Áhyggjufullir aðdáendur Ryans vöktu athygli á málinu þegar þeir tóku eftir að Ryan virtist ekki vera í lagi. Hann talaði óskýrt og hægra auga hans virtist minna en það vinstra.

„Er Ryan Seacrest í lagi? Ég er ekki að gera grín að þessu. Hann fór úr því að vera venjulegur í að tala skringilega með eitt hálflokað auga,“ skrifaði einn netverji á Twitter.

„Er Ryan í lagi? Tók einhver annar eftir auganu hans?“ Sagði annar.

En það er allt í góðu með 45 ára stjörnuna. Talsmaður fyrir Ryan segir að hann sé „að venjast nýjum aðstæðum“ og vinnur mikið.

„Ryan fékk ekki slag í gær. Eins og margir eru að upplifa núna, er Ryan að venjast nýjum aðstæðum og læra að finna jafnvægið á milli heimilis og vinnu, svo bætist ofan á stressið að þurfa að vera með þættina að heiman,“ segir talsmaðurinn og bætir við að Ryan ætlar að taka sér verðskuldað frí í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.