fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Svona tókst Khloé Kardashian að missa 27 kíló

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 14. maí 2020 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian opnar sig um þyngdartap sitt. Hún segir frá hvernig henni tókst að missa 27 kíló eftir fæðingu dóttur sinnar, True Thompson.

Khloé og systir hennar Kourtney Kardashian ræða málin í myndbandi fyrir Poosh, lífsstílsfyrirtæki Kourtney.

Khloé hefur margoft rætt um þyngdartap sitt, en hún hefur aldrei sagt hver lykillinn sé að árangrinum, fyrr en núna.

Haldast hönd í hönd

Khloé eignaðist dóttur sína, True Thompson, í apríl 2018. Hún segir að þetta snúist um að taka mataræðið í gegn en einnig verja tíma í ræktinni.

„Ef þú ert að reyna að léttast töluvert þá haldast mataræði og hreyfing hönd í hönd,“ segir hún.

„Núna er nálægt mínu þyngdarmarkmiði. Ég er í kringum 68 kíló, stundum aðeins meira. Þegar ég fer aðeins neðar er ég alveg: Vá þetta er draumurinn.“

Ekki eins ströng með mataræði

Khloé segist ekki vera eins ströng og hún var þegar kemur að mataræði. Hún segist ekki „passa“ hvað hún borðar þessa dagana í miðjum heimsfaraldri.

„Það þýðir samt ekki að ég sé að borða snakk allan daginn. Ég fylgi heilbrigðu mataræði. Ég elska quesadillas. Ég elska allt sem True borðar,“ segir hún.

Khloé segist ekki vilja hugsa of mikið um það sem hún borðar því hún vill ekki „lifa ömurlegu lífi“ þar sem hún „neitar sér um mat“ sem hún elskar.

„Þú veist aldrei hvort morgundagurinn kemur. Ég vil miklu frekar eyða meiri orku í ræktinni en eldhúsinu,“ segir hún.

Kourtney tekur undir með Khloé en bætir við að ketó-mataræðið og tímabundin fasta (e. intermittent fasting) hafa virkað best fyrir hana.

Að lokum segir Khloé:

„Þegar þú nærð þínu markmiði þá er það í lagi að viðhalda bara þyngdartapinu, og að viðhalda þýðir ekki að afneita þér um allt sem er gott. Þú verður að fá þér köku ef hún er í boði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.