fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Bleikt

Michael Buble og eiginkona í öngum sínum vegna líflátshótana- „Segjast ætla að skera af honum fingurna“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 14. maí 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona söngvarans Michael Buble hefur greint frá því að hún hafi fengið hrottalegar morðhótanir eftir að  samfélagsmiðlar fóru að saka eiginmann hennar um að vera ofbeldismaður. Hjónin hafa bæði upplifað mikla vanlíðan og óttast um öryggi sitt, segir í frétt The Mirror.

Málið má rekja til Instagram Live myndskeiðs sem birtist af þeim hjónum þar sem Buble sést kippa í olnboga konu sinnar til að færa hana nær sér.

Eftir að myndskeiðið birtist hófu margir að ásaka Buble um að vera ofbeldismaður og karlremba. Nú hefur málið gengið svo langt að hjónunum eru farnar að berast hótanir, sérstaklega frá íbúum Argentínu, en Luisana kemur þaðan.

Morðhótanir

Luisana segir að hótanirnar séu frá ókunnugu fólki sem hóti því að stinga eða skjóta Michael til dauða ef hann vogi sér að stíga fæti á heimaslóðir þeirra. Hún segist sömuleiðis hafa fengið myndir af vopnum, þar á meðal hnífum.

„Við höfum fengið mikið af stuðningskveðjum frá fólki en þið gætuð hins vegar ekki trúað því hversu margir hafa sent mér myndir af vopnum með orðunum að þeir ætli sér að myrða Mike þegar hann kemur til Argentínu, myndir af hnífum frá fólki sem hlær og segist ætla að skera af honum fingurna, sprengja okkur upp eða lemja hann í klessu. Þetta hræddi mig og ég er enn frekar hrædd. Það er aldrei gaman að fá morðhótanir og það hafa borist margar hótanir. Jákvæðu skilaboðin sem við höfum fengið eru þó fleiri en ég óttast um öryggi fjölskyldu minnar og hef beðið skaða af þessu öllu saman.

Þetta hefur valdið Mike mikilli vanlíðan líka. Hann elskar Argentínu og elskar að fara með mér þangað þegar ég er að vinna. Hann elskar vinina sem hann á í Argentínu. Getur þú ímyndað þér hvernig það er að fá mynd frá Argentínu af ungling sem heldur á vopni og segir „Þetta er það sem bíður þín þegar þú kemur hingað“.“

Falskar ásakanir

Luisana segir ekkert hæft í þeim ásökunum að eiginmaður hennar beiti hana ofbeldi eða ofríki og segir þau hjónin fórnarlömb fals frétta samfélagsmiðla.

„Mike er herramaður sem leggur sig í þaula fram við að gera mig hamingjusamari en ég er nú þegar. Fólkið næst mér, vinir mínir og fjölskylda, vita þetta. Við höfum upplifað mikla vanlíðan vegna þessara ásakana. Ef þetta fólk, sem ég þekki ekki og veit ekkert um, vildi skaða mig þá tókst þeim það. Sérstaklega eftir að ég steig fram opinberlega og sagði sannleikann. Þau bara vildu ekki heyra hann.“

Talsmaður Buble hefur sagt „Allt sem fólk þarf að gera er að fylgjast með þeim saman á Facebook Live. Þau eru jafningjar og góðir félagar og koma fram við hvort annað af virðingu. Þau eru frábært par.“

Parinu hefur nú verið ráðlagt að hætta að deila myndskeiðum á Instagram Live.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Padma Lakshmi borðar 7000 kaloríur á dag í Top Chef – Draumur matgæðingsins

Padma Lakshmi borðar 7000 kaloríur á dag í Top Chef – Draumur matgæðingsins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.