fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Bleikt

Leikkonan sem lék einn þríbura Phoebe afhjúpar leyndarmál um þættina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 09:04

Allir Friends aðdáendur muna eftir þessum þætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnastjarnan fyrrverandi, Alexandria Cimoch, lék einn af þríburum Phoebe í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Friends. Hún kom fram í fjórðu og fimmtu þáttaröð árin 1998 og 1999.

Alexandria vakti athygli á þessari staðreynd á samfélagsmiðlinum TikTok. Aðdáendur þáttanna voru í sjokki yfir leyndarmálinu sem hún afhjúpaði um þættina og hversu skuggalega lík hún er sjónvarpsmóður sinni, Lisu Kudrow. The Sun greinir frá.

Þríburarnir komu fram í þáttunum árin 1998 og 1999.

Í þáttunum er Phoebe staðgöngumóðir fyrir bróðir sinn, Frank Jr. og eiginkonu hans Alice. Hún verður ólétt af þríburum. Alexandria Cimoch og bræður hennar fóru með hlutverk nýfæddra tvíburanna árið 1998. Systkinin komu einnig fram í næstu þáttaröð árið 1999.

Fjórburar fóru með hlutverk þríburanna í þáttunum.

Í þáttunum eignast Phoebe tvær stelpur og einn strák sem fá nöfnin Leslie, Chandler og Frank Jr Jr. En það var Alexandria og þrír bræður hennar sem fóru með hlutverk þríburanna.

Skjáskot/TikTok

Eins og fyrr segir greindi Alexandria frá hlutverki sínu í myndbandi á TikTok. Yfir 2,7 milljón manns hafa horft á myndbandið og vakti útlit hennar mikla athygli.

„Ótrúlegt hvað hún er lík Phoebe,“ skrifaði einn netverji.

„Þú ættir að skíra barnið þitt Phoebe,“ skrifaði annar.

„Þetta er ótrúlegt, þú ert meira að segja frekar lík Lisu Kudrow,“ skrifaði sá þriðji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.