fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Bleikt

„Það pirraði mig að kórónuveiran væri að fá meiri athygli en ég“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Ava Louise gerði allt brjálað fyrir stuttu þegar hún sleikti klósettsetu í flugvél. Hún tók myndband af athæfinu, deildi því á samfélagsmiðla og skrifaði með:  „Kórónuveiru-áskorunin“.

Það er óhætt að segja að fólk hafi tekið illa í þessa nýju áskorun. Fjölmiðlar um allan heim fjölluðu um málið og vandaði almenningur henni ekki kveðjurnar.

Vildi athygli

Ava, sem er 21 árs, var meðal annars sögð vera „alvarlega greindarskert.“

Hún reyndi að koma sér til varnar á Twitter og sagði: „Ég hef sleikt rassgat á gaur, hvernig er þetta öðruvísi?“

Nú hefur Ava viðurkennt að hún hafi gert þetta fyrir athygli og von um frægð. Klósettsetan sem hún sleikti var um borð í einkaflugvél og sótthreinsaði hún setuna vel áður en hún sleikti hana.

„Það pirraði mig að kórónuveiran væri að fá meiri athygli en ég,“ segir Ava í viðtali við Dr. Phil.

„Í fyrsta lagi, ég setti skítugri hluti upp í mig á meðan ég var í fríi. Í öðru lagi, ég sótthreinsaði klósettið. Í þriðja lagi var ég um borð í einkaflugvél. Ég flaug með flugvél sykurpabba míns (e. sugar daddy) með bestu vinkonu minni. Þannig þetta var ekki einu sinni það skítugt. Ég var ekki að setja mig eða aðra í áhættu,“ segir hún.

Ava dregur svo alvarleika kórónuveirunnar í efa og sakar Dr. Phil um að vera hluta af Illuminati reglunni. Hún segir kórónuveiruna ekki koma henni við þar sem hún er ung og hraust.

„Ég tala fyrir hönd Z-kynslóðarinnar (e. Gen Z) sem er ekki dauðhrædd við veiruna,“ segir hún.

„Ég skal koma og hósta á þig. Ég er þreytt á þessu. Þetta er fáránlegt,“ segir hún við Dr. Phil.

„Það sem er fáránlegt er að þú ert dekraður forréttindapési,“ segir Dr. Phil.

Annar áhrifavaldur ákvað að taka þátt í áskorun Avu og sleikja klósettsetu. Nokkrum dögum síðar greindist hann með kórónuveiruna.

Sjá einnig: Áhrifavaldur sem sleikti klósettsetu liggur á sjúkrahúsi með kórónuveiruna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla
Bleikt
Fyrir 1 viku

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fólk heldur að hún sé kærasta hans, ekki móðir hans

Fólk heldur að hún sé kærasta hans, ekki móðir hans
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona tókst Khloé Kardashian að missa 27 kíló

Svona tókst Khloé Kardashian að missa 27 kíló

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.