fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Bleikt

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmál á milli sín og systur sinnar, Kourtney Kardashian.

Í síðustu viku fór fyrsti þáttur átjándu seríu af Keeping Up With The Kardashians í loftið. Það er óhætt að segja að þátturinn hafi verið rafmagnaður en í lok þáttarins brutust út slagsmál á milli Kim og Kourtney.

Systurnar voru að rökræða um vinnusiðferði, það endaði með því að Kourtney gerði atlögu að Kim og sagði: „Ég mun bókstaflega fokka þér upp.“

Þær skiptust á nokkrum svívirðingum og sló Kim systur sína nokkrum sinnum utan undir.

Sjá einnig: Þetta er það sem orsakaði slagsmálin á milli Kim og Kourtney Kardashian

Nú hefur Kim tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um slagsmálin í viðtali við Jimmy Fallon. Hún segir frá því að móðir þeirra, Kris Jenner, hafi farið að gráta þegar hún sá myndbandið af þeim slást.

„Mér finnst eins og það sé búin að safnast upp mikil gremja hjá Kourtney, eða mér finnst hún bara ekki vilja taka upp þættina lengur. Hún er ekki týpan til að taka ákvörðun og segja: „Okei ég ætla ekki að taka upp lengur.“ Hún frekar mætti í vinnuna á hverjum degi með neikvætt viðhorf og lét það bitna á öllum, tökuliðinu og okkur. Hún hefði frekar átt að taka ákvörðun,“ segir Kim við Jimmy Fallon.

Kim segir frá því að höfuðpaur fjölskyldunnar og móðir þeirra, Kris Jenner, hafi farið að gráta þegar hún sá slagsmálin á milli dætra sinna.

En hvernig er staðan á milli systranna í dag?

„Við Kourtney erum augljóslega góðar í dag,“ segir Kim við Jimmy Fallon. „En við hættum að taka upp í heila viku eftir slagsmálin. Ég held að allir hafi verið í áfalli og ekki viljað taka þátt í svona rugli,“ segir hún.

„Ég er venjulega alls ekki ofbeldishneigð manneskja, en hún klóraði mig svo fast, sem þið sáuð ekki á skjánum. Mér blæddi. Þannig þið sáuð ekki það. En þegar ég horfði á handlegginn minn og sá að hún hafði klórað mig, þá bara fór ég yfir til hennar og sló hana utan undir,“ segir Kim og bætir við að hún sé ekki stolt af þessu augnabliki en að fjölskyldan sé að „ganga í gegnum ýmislegt.“

Að lokum greinir Kim frá því að Kourtney hefur loksins tekið ákvörðun að taka sér frí frá þáttunum.

„Ég held að hún þurfi virkilega á því að halda. Ég held að henni muni líða mun betur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.