fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Bleikt

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýragarður í Belgíu deildi nýlega ljósmyndum af blómstrandi vináttu órangútanfjölskyldu einnar í dýragarðinum og nokkurra otra sem búa í návígi við fjölskylduna. Þessu greinir CNN frá í gær.

„Otrarnir skemmta sér konunglega við að synda upp og niður ána, fara upp úr á órangútaneyjunni og leika við þessa stóru loðnu vini sína,“ segir Mathieu Goedefroy, talsmaður dýragarðsins.

Orangútarnir og otrarnir eru nágrannar í Pairi Daiza zoo í Domaine du Cambron í Belgíu, þar sem verið er að hanna nýjar og frumlegar leiðir til þess að auka vellíðan prímata sem búa í dýragörðum.

Einn hluti tilraunarinnar er að gera otrafjölskyldu heimili í ánni sem rennur í gegnum þann landskika þar sem órangútanfjölskyldan býr. Þar af er faðirinn Ujian, 24 ára gamall órangútan, móðirin Sari sem er 15 ára gömul og svo þriggja ára sonur þeirra, Berani. „Berani og Ujian hafa bæði myndað mjög náin bönd við nágranna sína, otrana.“

97% af erfðaefni órangútana er eins og hjá mönnum og eiga það sameiginlegt með mönnum að þurfa mikla athygli til þess að halda þeim uppteknum. Samkvæmt Goedefroy þarf að skemmta öpunum og hafa ofan af fyrir þeim. Þá þarf ætíð að passa að þeir fái næga hugarfarslega, tilfinningalega og líkamlega örvun. „Starfsmenn dýragarðsins skemmta órangútönunum allan daginn með hugarleikfimi svo sem gátum, pússli og öðru til þess að þjálfa hugann og gáfur þeirra.“

„Tilraunin hefur heppnast afar vel og þetta gerir lífið áhugaverðara og skemmtilegra fyrir báðar tegundirnar,“ segir Goedefroy.

Órangútanfjölskyldan kom í dýragarðinn árið 2017, en þar búa tveir aðrir órangútanar, karlinn Gempa og kerlan Sinta.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæðgur fara saman í sturtu á hverjum degi

Mæðgur fara saman í sturtu á hverjum degi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott

Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott
Bleikt
Fyrir 1 viku

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjórnvöld hvetja einhleypa til að finna sér bólfélaga – Svona stundar maður kynlíf í samkomubanni

Stjórnvöld hvetja einhleypa til að finna sér bólfélaga – Svona stundar maður kynlíf í samkomubanni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla
Bleikt
Fyrir 1 viku

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.