fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Bleikt

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsmarkþjálfi var í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 fyrir stuttu og ræddi þar um kynlíf í sóttkví. „Það er bara nauðsynlegt að nota ímyndunaraflið. Og ef maður er að tala um fólk sem er einkennalaust í sóttkví og er ekki fárveikt er gott að skoða kynlífið,“ sagði Kristín.

Kristín segir að oft gefi fólk sér ekki tíma til að vera og njóta því það er svo mikið í gangi. „En núna allt í einu neyðist maður til að staldra við,“ segir hún. „Þá er hægt að ræða saman og tala um það hvort ykkur langar í eitthvað annað. Viljið þið prófa eitthvað nýtt? Svo er allt að rjúka út í hjálpartækjunum í netverslunum. Það er um að gera að kaupa sér eitthvað fallegt, sama hvað það er, og nota.“

Nefnt er að börnin geti verið heima með fólki í sóttkví, þá geti það verið áskorun að stunda kynlíf. „Það er kannski ekkert rosa mikill tími til að stunda kynlíf en það eru kvöldin og nóttin. Svo er hægt að senda börnin út að leika eða fara í sturtu. Svo er líka bara hægt að gera það hvort í sínu lagi,“ sagði Kristín.

„Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun. Svo er það líka streitulosandi, ef það er einhver tími sem maður á að stunda sjálfsfróun þá er það á þessum tímum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi

Átakanlegar myndir sýna hvernig hundur breyttist við það að búa í dýraathvarfi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“

„Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla

Ariana Grande svarar fyrir meinta stjörnustæla
Bleikt
Fyrir 1 viku

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fólk heldur að hún sé kærasta hans, ekki móðir hans

Fólk heldur að hún sé kærasta hans, ekki móðir hans
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona tókst Khloé Kardashian að missa 27 kíló

Svona tókst Khloé Kardashian að missa 27 kíló

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.