fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Bleikt

Britney Spears höfð að háði og spotti: „Ekki ljúga stelpa“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. mars 2020 18:46

Britney Spears.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears er dugleg að sýna fylgjendum sínum á Instagram frá því hvað hún er dugleg að æfa og halda sér í góðu formi. Nýjasta færsla hennar á Instagram hefur hins vegar farið öfugt ofan í fylgjendurnar, enda er hún hálf hlægileg.

Britney birtir skjáskot úr síma sínum af tímanum 5.97 sekúndur og fullyrðir að hún hafi hlaupið hundrað metra sprett á þessum tíma.

„Að komast yfir óttann að fara fram úr sér í upphafi er lykillinn,“ skrifar Britney, sigri hrósandi.

Það er aðeins einn hængur á. Heimsmet karla í hundrað metra spretti á spretthlauparinn Usain Bolt, en hann hljóp hundrað metra á 9,58 sekúndum á heimsmeistaramótinu í Berlín árið 2009. Florence Griffith Joyner á heimsmet kvenna í hundrað metra spretti og er það 10,49 sekúndur.

Getur verið að Britney sé sneggri en Usain Bolt?

Margir gera því grín að Britney í athugasemdum við færsluna og velta fyrir sér hvort hún hafi ekki ruglast eitthvað – það sé í raun ómögulegt að hún hafi hlaupið svona hratt.

Mágur hennar, Jamie Watson, slær einnig á létta strengi og skrifar einfaldlega:

„Verst að búið er að aflýsa Ólympíuleikunum. Þú hefðir verið fjórum sekúndum fljótari en allir hinir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Góðverk eru smitandi
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.