fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Bleikt

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 24. mars 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar síðasta áratuginn benda allar til þess að elsta barnið í systkinahópnum hefur yfirleitt hæstu greindarvísitöluna. Hins vegar er ástæðan ekki meðfæddar gáfur, heldur aukin athygli frá foreldrum. Við fórum yfir þrjár rannsóknir og niðurstöður þeirra.

Gáfaðar stelpur

Vísindamenn við háskólann í Essex komust að því í fyrra að elsta systkinið er 16 prósent líklegra til að standa sig vel í skóla miðað við yngri systkini sín. Ef elsta systkinið er stúlka hækkar hlutfallið upp í 20 prósent.

Árið 2018 framkvæmdu vísindamenn við Illinois háskólann í Bandaríkjunum rannsókn. 377 þúsund menntaskólanemar tóku þátt og var kannað hvernig aldursröð þátttakenda innan fjölskyldna hafði áhrif á þá.

Niðurstöðurnar sýndu að greindavísitala elstu systkinanna er einu stigi hærri en hjá þeim yngri og þau eldri hafa tilhneigingu til að vera opnari, geðfelldari og samviskusamari en þau yngri.

Tengist ekki meðfæddum gáfum

Í rannsókn sem var gerð við Háskólann í Leipzig árið 2015 kom fram að ástæðan fyrir því væri sú að eldri börn fá meiri stuðning við námið heima fyrir, ekki af því að þau fæðist með hærri greindarvísitölu.

Niðurstöður benda einnig til þess að foreldrar eyði meiri tíma með elsta barninu heldur en yngri systkinum þegar þau koma í heiminn. Þeir hafa þá meiri tíma til að eyða með barninu við heimalærdóm og í leikjum. Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að ljóst sé að þessar háu einkunnir elstu barnanna séu ekki tilkomnarvegna þess að þau standi líffræðilega betur að vígi heldur vegna þess að þau fá meiri stuðning og athygli heima fyrir.

Í grófum dráttum eru elsta systkinið líklegt til að áreiðanlegt, samviskusamt, skipulagt, varkárt,stjórnsamt og metnaðarfullt. Miðjubarnið er líklegt til að vera sáttasemjari sem leggur sig fram við gera öðrum til geðs, á auðvelt með að vinna í hóp og á stóran vinahóp. Miðjubarnið er einnig líklegra til að sýna uppreisnargirni. Á meðan er yngsta barnið líklegt til að vera uppátækjasamur og sjálfhverfur einstaklingur sem elskar að skemmta sér, á það til að stjórna öðrum og sækir í að fá athyglina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.