fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Bleikt

Segir að aðgerð hafi breytt lífi sínu: „Brjóstin slógust framan í mig í kynlífi“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 19. mars 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segir að brjóstaminnkun hafi breytt lífi sínu. Hún var með brjóst í stærðinni 40I, en í dag er hún komin í C-skál.

Senetisiwe Ginindza, 23 ára, segir Fabulous Digital sögu sína. Hún segir að „vatnsmelónubrjóst“ hennar höfðu mikil áhrif á hana, bæði „andlega og líkamlega.“

Sex kíló 

Brjóstin hennar vógu samtals sex kíló, um þrjú kíló hvort. Það er engin smá þyngd til að bera framan á sér. Hún gat ekki lengur notað brjóstahaldara því hún fékk sársaukafullar blöðrur á axlirnar.

Þetta var komið á það stig að Senetisiwe var hætt að vilja fara út á meðal almennings í ótta við dónaleg ummæli frá ókunnugum, sumir gengu svo langt að snerta brjóst hennar, án hennar leyfis, og spyrja hvort þau væru ekta.

„Ég var fimmtán ára þegar brjóstin mín stækkuðu alveg gríðarlega á stuttum tíma. Þegar ég notaði fyrst brjóstahaldara var hann í D skálastærð,“ segir hún.

Úr I-skál í C-skál

Senetisiwe ákvað að láta minnka brjóstastærð sína úr 40 I í C-skál. Hún þurfti að gangast undir erfiða fjögurra tíma aðgerð, en segir að það hafi verið þess virði því aðgerðin breytti lífi hennar.

„Ég hef alltaf verið lítil með lítið mitti. Þannig þegar brjóstin mín stækkuðu svona mikið þá fannst mér ég ekki vera í réttum hlutföllum,“ segir hún og lýsir því hvernig brjóstin höfðu áhrif á daglegt líf hennar.

„Þegar ég var að ganga niður stiga eða bara ganga þá smullu þau saman, sem var mjög óþægilegt. Ég þurfti alltaf að halda við þau. Það var mjög sársaukafullt að hlaupa því þau skoppuðu upp og niður og voru framan í mér.“

Hún segir að brjóstin hafi líka verið til vandræða í svefnherberginu.

„Ég var mjög óörugg þegar ég var að sofa hjá einhverjum, því ég vissi ekki hvernig manneskjan myndi bregðast við brjóstunum mínum,“ segir hún.

„Brjóstin slógust framan í mig og ég þurfti að halda þeim því mér var alltaf svo illt í bakinu. Stundum gerðist það að einhver var alveg rosalega spenntur yfir brjóstunum mínum. Mér fannst það frekar óþægilegt því mér leið eins og einhverjum hlut sem væri að uppfylla fantasíur einhvers.“

Alltaf ögrandi

Senetisiwe segir að hún átti erfitt með að finna föt sem henni leið vel í. Það í raun skipti ekki máli hverju hún klæddist, henni leið alltaf eins og hún væri í ögrandi klæðnaði.

„Mér leið mjög óþægilega að fá alla þessa athygli, sem var oftast af kynferðislegum toga,“ segir hún.

Hamingjusöm í dag.

„Fólk var mjög óviðeigandi, meira að segja í búðinni. Fólk vildi fá að snerta þau, án þess að biðja um leyfi, og spurði hvort þau væru ekta.“

Senetisiwe gekkst undir brjóstaminnkun í fyrra. Hún brast í grát þegar hún sá brjóstin sín eftir aðgerð.

„Ég var svo hamingjusöm. Ég vissi að líf mitt væri breytt til frambúðar,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.