fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Bleikt

Getur ekki stundað kynlíf – Líður eins og hún sé að fæða

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona er ráðalaus og óttast að hún muni aldrei finna ástina. Kynlíf er mjög sársaukafullt fyrir hana þar sem hún rifnar svo illa á sama stað og kona rifnar þegar hún fæðir barn.

Jillian Currie, 26 ára, er með kvensjúkdóm sem veldur því að þegar hún stundar kynlíf rifnar hún á sama stað og konur rifna yfirleitt þegar þær fæða börn, í spönginni – sem er svæðið á milli kynfæra og endaþarms.

Jillian hefur glímt við ýmsa kvensjúkdóma síðan hún missti meydóminn sextán ára gömul. Hún segir að hún rifni svo illa að hún eigi erfitt með gang en læknar geta ekki fundið orsökina.

Jillian er 26 ára.

Jillian er þó enn bjartsýn og heldur áfram að leita lækningar. Hún vill opna umræðuna um kvensjúkdóma og láta konur, sem glíma við svipuð vandamál, vita að þær séu ekki einar.

„Síðastliðin sex ár hefur ástarlíf mitt varla verið til staðar. Það er sú ranghugmynd fljótandi að konur hafi minni kynlöngun en karlar, en það er ekki alltaf málið,“ segir hún í samtali við DailyMail.

„Ég hef viljað stunda kynlíf en ekki getað það, síðan verð ég svekkt að geta ekki fullnægt hinni manneskjunni. Ég get ekki að því gert en mér finnst eins og að að líkamar kvenna fái öðruvísi meðferð en karlar í heilbrigðiskerfinu. Það er ætlast til þess að konur þjáist í þögn og oft er okkur ekki einu sinni almennilega kennt á líkama okkar.“

Jillian heldur úti síðunni Queens of Eve. Markmið síðunnar er að kenna konum á líkama sinn. Þar segir hún einnig sögu sína og hvernig öll hennar vandamál byrjuðu árið 2010, þegar hún stundaði kynlíf í fyrsta sinn og byrjaði á pillunni.

Allt þetta byrjaði fyrir tíu árum.

Jillian hætti á pillunni árið 2011 og í nokkur ár leið henni vel. Þegar Jillian var tvítug, árið 2014, byrjaði hún að upplifa skelfilegan sársauka þegar hún stundaði kynlíf. Í hvert skipti sem hún svaf hjá kærasta sínum rifnaði hún illa í spönginni.

„Ég fékk djúpan skurð, akkúrat þar sem konur rifna yfirleitt þegar þær fæða. Þetta gerðist í hvert skipti sem ég stundaði kynlíf og oftast var þetta svo sársaukafullt að ég þurfti að stoppa í miðjum klíðum. Ég var í sambandi á þessum tíma en þetta augljóslega hafði mikil áhrif. Ekki bara á nándina í sambandinu heldur missti ég allt sjálfsöryggi.“

Jillian glímdi við fleiri kvensjúkdómavandamál, eins og hún fékk óvenju mikla útferð. Það mikla að hún þurfti að ganga með dömubindi og skipta um nokkrum sinnum á dag.

„Mér fannst ég ógeðsleg. Ég vildi ekki að neinn myndi snerta mig, þannig ég hætti alveg að stunda kynlíf. Ég veit að ólíkir líkamar framleiða mismunandi magn, en þetta var ekki það sem var eðlilegt fyrir mig,“ segir Jillian.

„Ég þekki minn líkama og vissi að eitthvað hafi breyst. En hvert skipti sem ég fór til læknis var mér sagt að þetta væri eitthvað einfalt eins og slímhúðarkvilli og bakteríusýking.“

Eftir nokkrar greiningar og aðgerðir var hún loksins greind með vulvodynia – sem er skilgreint sem stanslaus og óútskýrður verkur í kynfærum kvenna. Hún var greind í desember 2019 og er nú í hormónameðferð sem hún vonar að skili árangri.

Jillian vonar að meðferðin skili árangri.

Jillian er einhleyp í dag og segir það sé erfitt að finna ástina með þennan sjúkdóm.

„Ég hef verið í nokkrum samböndum yfir þennan tíma en hef stundað lítið sem ekkert kynlíf síðastliðin sex ár. Að vita hverju ég er að missa af hefur haft mikil áhrif á andlega heilsu mína,“ segir hún en hún glímir við mikinn kvíða.

„Ég fæ nánast taugaáfall þegar ég er að tala við gaur, því ég veit að á einhverjum tímapunkti þarf ég að segja honum að ég geti ekki stundað kynlíf eins auðveldlega og flestir. Það getur verið erfitt að finna út úr því hvenær er best að tala um þetta,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhjúpar hvað raunverulega gerðist í heimsókn sinni til Ellen DeGeneres

Samfélagsmiðlastjarna afhjúpar hvað raunverulega gerðist í heimsókn sinni til Ellen DeGeneres
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fávitar á tímum COVID-19, að mati Piers Morgans: „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“

Fávitar á tímum COVID-19, að mati Piers Morgans: „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lesið í tarot Páls: „Hugsanlega er tíð hans á Landspítalanum lokið og eitthvað nýtt tekur við“

Lesið í tarot Páls: „Hugsanlega er tíð hans á Landspítalanum lokið og eitthvað nýtt tekur við“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ástfangin í sóttkví – „Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par“

Ástfangin í sóttkví – „Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Átakanleg mynd sem sýnir börn heimsækja ömmu sína og afa á tímum COVID-19

Átakanleg mynd sem sýnir börn heimsækja ömmu sína og afa á tímum COVID-19

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.