fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Bleikt

Auglýsingin sem er bönnuð í Ástralíu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. febrúar 2020 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærfataverslun heldur því fram að hún hafi þurft að ritskoða auglýsingu í Ástralíu, sem er leyfð í Bandaríkjunum eða Bretlandi.

Eigandi Honey Birdette verslunarinnar segir að það sé „virkilega ógnandi“ hversu miklar takmarkanir eru á auglýsingum í Ástralíu.

Eloise Monaghan, eigandi verslunarinnar, og eiginkona hennar Natalie sátu naktar fyrir verslunina. Myndatakan átti að fara í loftið í tilefniMardi Gras-hátíðar samkynhneigðra í Sydney í lok febrúar.

Auglýsingin.

Í auglýsingunni, sem kallast „Fluid“, eru Eloise og Natalie og nokkrar aðrar fyrirsætur naktar og málaðar regnbogalitum. Kynfæri eru hulin en það sést í geirvörtur.

Myndin mun vera birt, eins og hún er, í Bandaríkjunum og Bretlandi. En svo að myndin sé birt í Ástralíu þarf að hylja geirvörtur kvennanna.

„Ég veit í alvöru ekki hvað er að gerast með Ástralíu. Það er virkilega ógnvekjandi,“ segir hún.

Myndin ritstkoðuð.

Á vef Honey Birdette kemur fram:

„Við getum sýnt ykkur þessa mynd í búðum okkar í London. Við getum sýnt ykkur þessa mynd í New York. Það er bannað okkur að sýna ykkur þessa mynd í Ástralíu. Árið er 2020, það er tími fyrir jafnrétti. Hver er munurinn á karlkyns og kvenkyns geirvörtu? Hver er munurinn á gagnkynhneigðu pari og samkynhneigðu pari?“

News.au greinir frá því að Honey Birdette hafi oft verið gagnrýnt fyrir að kynvæða konur. Einnig kemur fram að það sé kvartað yfir auglýsingunum, ekki endilega vegna myndefnisins heldur staðsetningu auglýsinganna, eins og í verslunarmiðstöð þar sem börn eru.

Hvað segja lesendur, á að leyfa þessa auglýsingu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Eiginmaðurinn sagði henni að þrífa oftar svo hún fór frá honum – Segir þetta vera „bitrum femínistum“ að kenna

Eiginmaðurinn sagði henni að þrífa oftar svo hún fór frá honum – Segir þetta vera „bitrum femínistum“ að kenna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrrum blaðamaður DV fær nóg af hárlubbanum og klippir á sér hárið: „Ég endaði með Dumb and Dumber pottlok“

Fyrrum blaðamaður DV fær nóg af hárlubbanum og klippir á sér hárið: „Ég endaði með Dumb and Dumber pottlok“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fávitar á tímum COVID-19, að mati Piers Morgans: „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“

Fávitar á tímum COVID-19, að mati Piers Morgans: „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Endurgera meistaraverk heima í stofu og deila á samfélagsmiðlum

Endurgera meistaraverk heima í stofu og deila á samfélagsmiðlum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.