fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Bleikt

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Amie Harwick, vel þekktur fjölskyldu- og kynlífsráðgjafi í Hollywood, fannst látin við heimili sitt á laugardag. Grunur leikur á að henni hafi verið ráðinn bani. Amie kom meðal annars fram í heimildarmyndinni Addicted to Sexting sem kom út árið 2015 og vakti talsverða athygli.

Það var snemma að morgni laugardags að nágrannar Amie í Hollywood Hills urðu varir við hróp konu. Þegar lögregla kom á staðinn fannst Amie meðvitundarlaus fyrir utan heimili sitt, en talið er að henni hafi verið hrint niður af svölum á þriðju hæð. Amie var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.

Lögregla segir að allt bendi til þess að brotist hafi verið inn til hennar og til átaka hafi komið sem hafi endað með fyrrgreindum afleiðingum. Fyrrverandi kærasti Amie liggur undir grun í málinu, en sá heitir Gareth Pursehouse og er 41 árs gamall. Amie hafði fengið nálgunarbann gegn honum og í frétt TMZ kemur fram að hún hafi óttast um öryggi sitt í návist hans. Gareth var handtekinn vegna málsins síðdegis á laugardag.

Amie var trúlofuð bandaríska gamanleikaranum Drew Carey ekki alls fyrir löngu en þau hættu saman árið 2018. Carey sagði í yfirlýsingu til bandarískra fjölmiðla að hann væri miður sín vegna andláts Amie. Hún hafi haft jákvæð áhrif á alla í kringum sig og verið mjög umhugað um starfsferil sinn. Þá hafi hún verið frábær fyrirmynd fyrir konur um allan heim.

Amie var 38 ára þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.