fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Bleikt

Fyrsta stefnumótið endaði með ósköpum: Dæmdur í fimm ára fangelsi

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. febrúar 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kona ein í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi fengið meira en hún bað um þegar hún fór á stefnumót með manni að nafni Christopher Castillo.

Konan hafði kynnst Castillo á stefnumótaforriti og fór svo að þau hittust þann 5. desember 2016. Hún sótti hann á heimili foreldra hans og hugðust þau gera sér glaðan dag saman. Castillo bað konuna um að koma við í banka sem var svo sem ekkert endilega óvenjulegt.

Það sem gerðist þegar Castillo kom út úr bankanum er eitthvað sem konan gleymir eflaust aldrei. Með skammbyssu og fullar hendur af peningum sagði Castillo konunni að keyra af stað undir eins, eða „f—ing go” eins og hann orðaði það pent samkvæmt konunni.

Konan gerði það sem Castillo bað um og ók af stað. Lögreglan var þó ekki lengi að stöðva bifreiðina og lék grunur á í fyrstu að hún hefði verið með Castillo í ráðum. Við rannsókn málsins kom í ljós að konan var blásaklaus og í raun skelfilega óheppin.

Castillo var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna málsins í síðustu viku; þrjú ár fyrir bankaránið og tvö ár fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna. Castillo komst undan með þúsund dollara, rúmar 100 þúsund krónur, úr ráninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Zac Efron vill aldrei vera í svona góðu formi aftur: „Þetta er bara heimskulegt“

Zac Efron vill aldrei vera í svona góðu formi aftur: „Þetta er bara heimskulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslenskur karlmaður dauðsér eftir að hafa haldið framhjá: „Nú er komin vika síðan það komst upp um mitt ógeðslega athæfi“

Íslenskur karlmaður dauðsér eftir að hafa haldið framhjá: „Nú er komin vika síðan það komst upp um mitt ógeðslega athæfi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrrum blaðamaður DV fær nóg af hárlubbanum og klippir á sér hárið: „Ég endaði með Dumb and Dumber pottlok“

Fyrrum blaðamaður DV fær nóg af hárlubbanum og klippir á sér hárið: „Ég endaði með Dumb and Dumber pottlok“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner fer í skemmtilegan leik með vinkonum sínum

Kylie Jenner fer í skemmtilegan leik með vinkonum sínum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aron Ívar sýnir hvernig hægt er að gera 50 styrktaræfingar með einni teygju

Aron Ívar sýnir hvernig hægt er að gera 50 styrktaræfingar með einni teygju
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem orsakaði slagsmálin á milli Kim og Kourtney Kardashian: „Ég mun bókstaflega fokka þér upp“

Þetta er það sem orsakaði slagsmálin á milli Kim og Kourtney Kardashian: „Ég mun bókstaflega fokka þér upp“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.