fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2020
Bleikt

Adele nánast óþekkjanleg í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins nokkrum mánuðum hefur söngkonunni Adele tekist að missa um 44 kíló. Samkvæmt heimildum People ákvað hún að taka lífsstílinn í gegn til að vera betri fyrirmynd fyrir son sinn, Angelo, sem er sjö ára.

Þyngdartap Adele hefur vakið mikla athygli og leysti nýlega einkaþjálfari Adele frá skjóðunni. Camila Goodis, fyrrverandi einkaþjálfari Adele, sagði að þetta snerist allt um mataræði stjörnunnar.

„Hún fer í ræktina en 90 prósent af þessu er mataræðið,“ segir Camila. „Þetta er gott mataræði til að léttast. Fyrsta vikan er erfið, grænir safar og aðeins þúsund kaloríur. Hún er ekki of grönn – hún lítur stórkostlega út. Hún breytti lífsstíl sínum og mataræði“

Nánast óþekkjanleg

Adele er nánast óþekkjanleg á mynd af henni í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna. Hún lét ekki sjá sig á rauða dreglinum en mætti stórglæsileg í hlébarðakjól í eftirpartý Guy Oseary.

Aðrar stjörnur eins og Jennifer Lopez, Alex Rodriguez, Kim Kardashian og Kanye West mættu einnig í teitið.

„Hún leit út eins og hún sjálf, en samt öðruvísi. Falleg en nánast óþekkjanleg,“ segir heimildarmaður People.

Pólska sjónvarpskonan Kinga Rusin deildi mynd af sér og Adele á Instagram úr eftirpartýinu.

„Ég talaði við Adele um…. skó,“ skrifar hún með myndinni.

„Allir fengu inniskó við innganginn. Ég var að tala við Adele um hælana mína og hún hvatti mig til að fara í inniskóna.“

Annar heimildamaður People segir að söngkonan hafi „verið glæsileg og svo hávaxin“ og hún hafi verið með „agnarsmátt mitti og í laginu eins og stundaglas.“

„Hún fór úr skónum og dansaði á dansgólfinu. Hún sat líka með Nicole Richie og spjallaði í smá tíma,“ segir heimildamaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Stjörnurnar streyma á rauða dregilinn – Hildur er mætt – Sjáið myndirnar

Stjörnurnar streyma á rauða dregilinn – Hildur er mætt – Sjáið myndirnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.