fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Svona fór hún að því að vera yngsta manneskja í heimi til að ferðast til allra landa í heiminum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2020 18:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lexie er 21 árs og hefur ferðast til allra landa í heiminum, samtals 196 landa. Við höfum áður fjallað um Lexie en hún heldur úti vinsælli YouTube rás @LexieLimitless. Fyrir stuttu gerði hún myndband um fimm lönd sem komu henni mest á óvart, og var Ísland á þeim lista.

Nýlega gaf hún út myndband þar sem hún útskýrði hvernig hún fór að því að verða yngsta manneskja í heimi til að ferðast til allra landa í heiminum. Hún sló nýlega Guinnes heimsmetið sem yngsti heimsferðalangurinn, en eins og fyrr segir er Lexie aðeins 21 árs og er það því mikið afrek að hafa ferðast til 196 landa.

Lexie hefur dreymt um að ferðast um heiminn síðan hún man eftir sér. Í fyrra náði hún markmiði sínu að ferðast til allra landa í heiminum.

En hvernig fór hún að því?

Þetta byrjaði allt saman áður en Lexie fæddist. Þegar móðir hennar var nítján ára stofnaði hún ferðaskrifstofu. Vegna þessa ferðaðist Lexie víðsvegar um heiminn með foreldrum sínum.

Þegar hún var tólf ára dreymdi hana fyrst um að ferðast í heilt ár án þess að þurfa að vinna á meðan. Hún byrjaði þá að vinna, aðeins tólf ára, og sparaði eins og hún gat til að gera þennan draum að raunveruleika.

Lexie hélt áfram að vinna og spara með árunum og segir að það hafi hjálpað gríðarlega að búa frítt heima hjá foreldrum sínum á meðan. Hún lærði einnig ýmislegt um ferðalög í gegnum ferðaskrifstofu foreldra hennar, eins og hvernig væri best að bóka ódýr flug.

„Mér fannst draumur minn síðan ég var tólf ára ekki nógu merkingabær […] Þá datt mér það í hug, hver var yngsta manneskjan til að ferðast til allra landa. En á þessum tímapunkti [þegar ég var átján ára] hafði ég ferðast til 70 landa. Ég sá að yngsta manneskjan sem hafði ferðast til allra landa í heiminum var 24 ára. Þarna var ég, átján ára með uppsafnaðan sparisjóð síðustu sex ára,“ segir hún.

„Ég vissi að ég myndi sjá eftir því það sem eftir væri lífs míns ef ég myndi allavega ekki reyna að slá metið.“

Sjáðu það sem hún hefur að segja í myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Matrix myndirnar eru myndlíking fyrir það að vera trans

Matrix myndirnar eru myndlíking fyrir það að vera trans
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.