fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Bleikt

Demi Lovato um þegar hún kom út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum: „Þetta var yfirþyrmandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Demi Lovato skilgreinir sig sem „sexually fluid“ sem þýðir að hún laðast að báðum kynjum. Í viðtali við Andy Cohen, í útvarpsþættinum Radio Andy, segir hún frá því þegar hún opinberaði kynhneigð sína fyrir foreldrum sínum.

Sjá einnig: Ekki þurrt auga í salnum – Demi Lovato brotnaði niður á sviðinu – Rúmt ár liðið síðan hún var nær dauða en lífi

Demi hefur talað um að hana langar að stofna fjölskyldu og er opin fyrir því að gera það með karlmanni eða kvenmanni.

„Ég er enn að átta mig á þessu,“ sagði hún við Andy. „Ég sagði foreldrum mínum ekki frá því að ég gæti mögulega séð mig með konu fyrr en 2017,“ segir hún.

„Þetta var mjög tilfinningaríkt en líka mjög fallegt augnablik. Eftir að allt var búið þá skalf ég og grét. Þetta var bara yfirþyrmandi. Ég á svo magnaða foreldra, þau hafa sýnt mér svo mikinn stuðning.“

Demi segir að þetta hafi ekki komið föður hennar á óvart vegna lagatexta hennar við „Cool for the Summer.“ En Demi hafði mestu áhyggjurnar að koma út úr skápnum gagnvart móður sinni.

„Ég var mjög stressuð að segja mömmu. En hún sagði að hún vildi bara sjá mig hamingjusama. Og það var svo fallegt og ótrúlegt. Ég er svo þakklát,“ segir Demi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Katy Perry ólétt og nakin í nýju myndbandi

Katy Perry ólétt og nakin í nýju myndbandi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Par sem á mörg vinapör – „Enda halda þau skemmtilegustu matarboðin“

Par sem á mörg vinapör – „Enda halda þau skemmtilegustu matarboðin“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.