Sunnudagur 29.mars 2020
Bleikt

YouTube-stjarna segir opið hjónaband vera að drepa hana: „Fyrir honum snýst þetta um að fá að ríða nýrri tík á hverju kvöldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-stjarnan Tana Mongeau opnar sig um opið hjónaband hennar og YouTube-stjörnunnar Jake Paul. Hún segir frá því hvernig hún hefur „týnt sér sjálfri“ og að opið samband þeirra sé að „drepa“ hana.

Hún opnar sig í myndbandi á YouTube sem er titlað: „Sannleikurinn um allt (brúðkaupið, Jake, Alissa, Erika, MTV, andlega heilsu, dóp og fleira)“

Tana, 21 árs, er með yfir fimm milljón áskrifendur á YouTube. Jake Paul, 22 ára, er með yfir 19,5 milljón fylgjendur á miðlinum. Jake hefur einnig gefið út nokkur lög og er ein stærsta YouTube-stjarnan í heiminum í dag.

Tana og Jake giftu sig í ágúst 2019 en sambandið þeirra hefur vægast sagt verið stormasamt og mikið um drama á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Þau viðurkenndu seinna að hjónabandið hafi ekki verið löglega bindandi.

Giftu sig í Vegas en viðurkenndu seinna að brúðkaupið hafi ekki verið löglega bindandi.

Þreytt á því að þykjast

Tana opnar sig í fyrrnefndu YouTube myndbandi, sem hún segir jafnframt vera erfiðasta myndband sem hún hefur gert til þessa.

„Ég er svo óánægð með hvernig samband mitt og Jake lítur út í augum almennings og ég hef verið í svo miklum þykjustuleik að mér er orðið sama um hvað ég geri. Þannig það er mér að kenna,“ segir hún í myndbandinu.

„Ég elskaði Jake svo mikið, ég geri það ennþá. En ég var svo mikið að þykjast vera svöl gella og vera alveg sama því ég vildi líf með honum og vildi sjá hann hamingjusaman og vildi sýna honum að það væri til fólk sem myndi samþykkja hann eins og hann er.“

Myndbandið er 40 mínútur að lengd og fer hún um víðan völl.

„Ég held bara að ég hafi gefið Jake svo mikið af mér sjálfri að ég hafi týnt mér sjálfri, og það er ekki honum að kenna. Ég er alls ekki að segja hann sé sökudólgurinn. Þetta er bara raunveruleikinn, ég sé ekki eftir því,“ segir hún.

Lífið var fyrst dans á rósum

Tana segir að til að byrja með hafi sambandið verið yndislegt. Hún hafi elskað hann ótrúlega mikið og allt líf sitt með honum. „En um leið og við giftumst þá breyttist allt,“ segir hún.

„Ég held að um leið og hann hafi sagt: „I do“ við mig þá hafi hann verið alveg: „Og hvað núna?“ Ég held að hann hafi verið kominn yfir þetta. Ég ásaka hann ekki en ég fékk þessa tilfinningu, að ég þyrfti að láta þetta ganga upp,“ segir Tana.

„Síðan byrjaði veröldin að hrynja. Brúðkaupsnóttin var helvíti.“

Tana útskýrir hvernig faðir hennar fékk heilablóðfall brúðkaupskvöldið og þau hafi þar af leiðandi ekki farið í brúðkaupsferðina.

Opið samband

Tana talar einnig um opið samband sitt og Jake í myndbandinu. „Fyrir hann finnst mér opið samband snúast um að fá að stunda kynlíf með nýrri tík á hverju kvöldi, og ég ásaka hann ekki fyrir það,“ segir hún.

„Ég var sú sem var alltaf að gefa grænt ljós því ég vildi að hann væri hamingjusamur. Og leyfði því að drepa mig. Þú getur bara leyft einhverju að drepa þig svo lengi þar til það byrjar raunverulega að fokking drepa þig.“

Þrátt fyrir þetta allt saman er parið enn saman. Tana segist alltaf muna elska hann.

„Jake gæti fokking drepið alla fjölskyldu mína en ég myndi samt ennþá elska hann.“

Þú getur horft á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Innlit á heimili Ditu Von Teese – Uppstoppuð dýr í nánast hverju herbergi

Innlit á heimili Ditu Von Teese – Uppstoppuð dýr í nánast hverju herbergi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.