Mánudagur 24.febrúar 2020
Bleikt

Samfélagsmiðlastjarna afhjúpar sannleikann á bak við umdeilt myndband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. janúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska samfélagsmiðlastjarnan Wang Meng Yun afhjúpar sannleikann á bak við umdeilt myndband sem hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð. News.au greinir frá.

Í myndbandinu má sjá Wang Meng Yun borða leðurblöku-súpu. Myndbandið hefur vakið mikla athygli í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar frá Wuhan. Um 1300 manns í Kína hafa greinst með þessa veiru og hefur neyðarástandi  verið lýst yfir í Hong Kong. Leðurblökur eru taldar vera mögulegur smitberi fyrir veiruna. Þannig þegar myndband af Wang borða leðurblöku fór sem eldur um netheima varð allt brjálað.

Leðurblakan var enn í heilu lagi, með andlit og tennur.

Wang Meng Yun opnar sig nú um myndbandið í færslu á vefsíðu sinni.

„Fyrirgefið allir saman, ég ætti ekki að borða leðurblökur,“ segir hún.

„„Þú ættir að fara til helvítis. Þú ættir að vera drepin í kvöld. Þú ert skrýtin. Þú ert ógeðsleg. Af hverju ertu ekki dáin?“ Þetta eru skilaboðin sem ég hef fengið í dag.“

Wang neitar ekki fyrir það að myndbandið sé alvöru, en hún segir að það sé þriggja ára gamalt og sé ekki tekið upp í borginni Wuhan né annarsstaðar í Kína.

Hún segir að þetta er frá því að hún var á eyjunni Palau, sem er hluti af eyjaklasanum Míkrónesíu í Kyrrahafi fyrir austan Filippseyjar.

„Í maí 2016 þá vissi ég ekki af veirunni. Það var þegar þetta myndband var fyrst gefið út. Ég vildi bara kynna lífsstíl heimamanna þarna. Ég vissi ekki að leðurblaka gæti verið smitberi,“ segir Wang.

Hér að neðan má sjá færsluna hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Niðurlægð eftir að mæður kvörtuðu yfir sundfötunum: „Ég er ekki óviðeigandi þó ég sé kynþokkafull“

Niðurlægð eftir að mæður kvörtuðu yfir sundfötunum: „Ég er ekki óviðeigandi þó ég sé kynþokkafull“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Segist vera vélmenni úr framtíðinni – Móðir hans ráðalaus og leitar til Dr. Phil

Segist vera vélmenni úr framtíðinni – Móðir hans ráðalaus og leitar til Dr. Phil
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín
Bleikt
Fyrir 1 viku

Adele nánast óþekkjanleg í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna

Adele nánast óþekkjanleg í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hreinskilin mynd Ashley Graham: „Þetta hefur verið erfitt“

Hreinskilin mynd Ashley Graham: „Þetta hefur verið erfitt“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.