Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Bleikt

Fór beint á geðdeild eftir dvölina á Íslandi

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan ég man eftir mér hef ég glímt við kvíða, taugaveiklun, skapsveiflur og dapurleika,“ segir breska tónlistarkonan Frankie Bridge. Bridge, sem hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín, hefur nú skrifað bók um reynslu sína þar sem Ísland kemur meðal annars við sögu.

Frankie er þekktust fyrir að hafa verið í hljómsveitinni S Club 8 og stúlknasveitinni The Saturdays. Knattspyrnuunnendur þekkja ef til vill eiginmann hennar, en hann heitir Wayne Bridge og er fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu.

Náði botninum 2011

Frankie, sem er 31 árs, segir frá því að hún hafi glímt við kvíða alla sína ævi en á hennar yngri árum þorði hún ekki að opna sig um hann. Fyrir rúmum tíu árum segist hún fyrst hafa leitað sér hjálpar sérfræðinga. Hún hitti sálfræðinga og fékk þunglyndislyf hjá læknum; lyf eins og Prozac, Venlafaxine og Sertraline.

Árið 2011 kveðst hún hafa náð botninum en um það leyti var hún stödd á Íslandi við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið My Heart Takes Over. Þetta var í september 2011. Út á við hafi hún reynt að brosa og vera glöð en staðreyndin hafi verið sú að hún hafi grátið sig í svefn þegar hún var í einrúmi.

„Ég fékk stjórnlaus kvíðaköst og stöðugar neikvæðar hugsanir um allt og alla. Ég átti erfitt með svefn, hafði enga orku og enga matarlyst. Ég gat ekki gert neitt sjálf og fúnkeraði ekki í mínu daglega lífi. Í sannleika sagt sá ég ekki tilganginn með lífinu lengur,“ segir hún í bókinni sem Mail Online fjallar um.

Útskrifuð eftir mánuð

Eftir að hafa rætt við sálfræðinginn sinn, Mike McPhillips, sá hún að nauðsynlegt væri að grípa til róttækra aðgerða. Þegar hún kom heim frá Íslandi fékk hún eiginmann sinn, Wayne Bridge, til að skutla sér beint á sjúkrahús þar sem hún fékk inni á geðdeild. Þar fékk hún lyf sem hjálpuðu henni að sofa. Henni var ráðlagt að dvelja á sjúkrahúsinu í þrjá mánuði en eftir einn mánuð útskrifaði hún sig vegna anna í vinnu.

Í bókinni segir hún að eftir á að hyggja hafi hún farið allt of snemma af stað. Það hafi komið í ljós á fyrstu tónleikum sveitarinnar eftir endurkomu hennar. „Ég grét bara og féll í gólfið,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið svekkt með sjálfa sig.

Með tímanum fór Frankie þó að líða betur en hún segir að hver einasti dagur sé ákveðin barátta. Hún muni að líkindum aldrei losna við þunglyndið fyrir fullt og allt. Með góðum lyfjum og samtalsmeðferðum geti hún „haldið sér á floti“ eins og hún orðar það. Það sé að stóru leyti eiginmanni hennar að þakka sem hefur staðið með henni í gegnum súrt og sætt. Hún segist hvetja þá sem glíma við andleg veikindi, þunglyndi eða vanlíðan, að leita sér hjálpar og tala um vandamálin. Það hjálpaði henni og það geti líka hjálpað öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Niðurlægð eftir að mæður kvörtuðu yfir sundfötunum: „Ég er ekki óviðeigandi þó ég sé kynþokkafull“

Niðurlægð eftir að mæður kvörtuðu yfir sundfötunum: „Ég er ekki óviðeigandi þó ég sé kynþokkafull“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Segist vera vélmenni úr framtíðinni – Móðir hans ráðalaus og leitar til Dr. Phil

Segist vera vélmenni úr framtíðinni – Móðir hans ráðalaus og leitar til Dr. Phil
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín
Bleikt
Fyrir 1 viku

Adele nánast óþekkjanleg í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna

Adele nánast óþekkjanleg í eftirpartýi Óskarsverðlaunanna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hreinskilin mynd Ashley Graham: „Þetta hefur verið erfitt“

Hreinskilin mynd Ashley Graham: „Þetta hefur verið erfitt“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.