fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Bleikt

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. janúar 2020 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nassly Sales, móðir í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur lagt í vana sinn að kaupa bleyjur fyrir tvær dætur sínar á söluvefnum Amazon. Nassly hefur haft ágæta reynslu af þessu, enda verðið bæði hagstætt og varan tilbúin til afgreiðslu fljótt.

Það sem meira er þá býður Amazon viðskiptavinum sínum að kaupa vörur á afslætti sem búið er að skila eða eru gallaðar að einhverju leyti.

Nassly keypti tvo kassa af bleyjum með afslætti en hana hefur eflaust ekki grunað að bleyjurnar sem hún keypti væru notaðar. Hún komst að því nótt eina í liðinni viku þegar hún þurfti að skipa um á dóttur sinni sem kom í heiminn löngu fyrir tímann fyrr í vetur.

„Ég tók bleyjurnar upp og veitt því athygli að þær voru dálítið þungar. Ég var samt hálfsofandi og ljósin voru slökkt. Ég kveikti ljósin og það var þá sem ég sá að bleyjurnar voru notaðar,“ segir Nassly sem segir það ekki hafa farið á milli mála. Lyktin sem gaus upp fari ekki fram hjá neinum.

Nassly og maður hennar, Sid Mukherje, höfðu samband við Amazon í kjölfarið og þau eru ekki mjög ánægð með viðbrögðin sem þau fengu. Amazon hafi beðist velvirðingar á óþægindunum og boðið þeim endurgreiðslu. Þau þyrftu þó ekki að hafa fyrir því að skila bleyjunum, eðlilega kannski.

Þau hafa kallað eftir því að forsvarsmenn Amazon svari því hvernig svona geti gerst. Talsmaður Amazon segir við ABC News að fyrirtækið harmi atvikið mjög og það verði rannsakað ofan í þaula svo það endurtaki sig ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.