fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hún er vinsælasta og jafnframt dularfyllsta internet-stjarna Kína

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Li Ziqi er ein vinsælasta og dularfyllsta internet-stjarna Kína. Hún er með um 50 milljón fylgjendur á kínverskum samfélagsmiðlum og um átta milljón fylgjendur á YouTube .  Hún er kannski ekki stærsta internet-stjarna Kína en hún er ein sú vinsælasta. South Morning China og Pandaily greina frá. Li er einnig talin vera dularfyllsta internet-stjarnan þar sem hún talar ekki í myndböndunum sínum og gefur mjög sjaldan viðtöl. Hún gaf miðlinum Goldthread viðtal í september síðastliðnum sem má sjá hér að neðan.

Li Ziqi, 29 ára, býr í sveit í Kína. Hún leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með daglegu lífi sínu. Hún setur nýja merkingu við að rækta mat frá grunni. Hún ræktar matinn sinn, býr til eigin húsgögn úr bambus og býr einnig sjálf til föt. Til þess að gera silkiklæði ræktar hún fyrsti silkiorma, til þess að gera ullarkápu byrjar hún á því að rækta kindur.

Li eldar hefðbundinn kínverskan mat og er sjálf kokkur. Hún kvaddi borgarlífið fyrir þremur árum þegar hún flutti í sveitina þar sem hún ólst upp með ömmu sinni og afa. Hún hugsar nú um ömmu sína.

Li hefur deilt yfir hundrað myndböndum sem hafa fengið tugi milljóna áhorfa um allan heim. Fylgjendur hennar taka henni fagnandi fyrir að auglýsa hefðbundna kínverska menningu á svona fallegan máta. Í einu myndbandi týnir hún blóm í rauðri herðaslá, í öðru myndbandi býr hún til húsgögn úr bambus á hefðbundinn kínverskan máta.

Horfðu á myndbandið hér að neðan þar sem South China Morning fjallar um þessa dularfullu og vinsælu internet-stjörnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.