fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Bleikt

Tómas verður að geta horft á konuna sína með öðrum karlmönnum: „Ég leik alltaf við mig á meðan“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. september 2019 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri segist í viðtali við Vísi vera kokkáll (e. cuckold). Maðurinn, sem er kallaður Tómas í greininni, laðast að því að horfa á aðra karlmenn stunda kynlífi með eiginkonu sinni. Þetta blæti er fremur óþekkt hér á landi en erlendis er vinsælt meðal hægriöfgamanna að kalla andstæðinga sína kokkál.

Maðurinn segist ekki geta lifað öðru vísi. „Cuckold er mjög einfalt í rauninni. Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér. Bæði fæ ég kynferðislega ánægju út úr því og það heldur mér á tánum í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef stundað þetta nánast alla mína fullorðinsævi og gæti ekki lifað án þess,“ segir Tómas.

Hann segist hafa kynnst þessu í Bandaríkjunum. „Ég hafði áður búið í Bandaríkjunum þar sem ég stundaði nám. Þar var ég í sambandi með bandarískri konu og eitt kvöldið vorum við úti að skemmta okkur. Það var verið að reyna við hana og það sem meira var að hún svaraði til baka. Flestir, ef ekki allir karlmenn, hefðu tekið því illa, en ég fann eitthvað innra með mér. Ég brosti til hennar og kinkaði kolli og sá að henni brá smá. Svo hélt kvöldið áfram og leiðir okkar skildu,“ lýsir Tómas.

Einn maður hafi síðar hringt í kærustuna. „Þegar við komum heim hringir blessaði heimasíminn (þetta var í þá daga) og hún svarar. Hann var á hinni línunni, hún leggur tólið frá sér og segir mér frá því. Ég spyr hvað vill hann og hún segir „hann vill hitta mig “ ég samþykki það. Til að gera langa sögu stutta þá horfði ég á þau stunda kynlíf. Þessi nótt var það magnaðasta sem ég hafði upplifað. Daginn eftir var hún skömmustuleg og ég settist niður með henni og útskýrði að ég hefði fengið mjög mikla ánægju út úr þessu,“ lýsir Tómas.

Síðar þegar hann var fluttur aftur til Íslands kynnti hann nýrri kærustu fyrir þessu blæti. „Hún hélt fyrst að ég væri að grínast en eftir að hún hafði kynnt sér þetta fór hún að skilja þetta miklu betur. Það var svo hálfu ári eftir þetta spjall sem við prófuðum þetta fyrst og höfum ekki litið um öxl síðan,“ segir Tómas.

Hann segir mikið slúðrað um sig vegna þessa blætis. „Það þarf að vanda valið mjög mikið. Við höfum verið á milli tannanna á fólki en það fær ekki mikið á okkur. Konan mín er yngri en ég og tilheyrir öðrum aldurshópi þar sem karlmenn eru opnari um kynlíf og tilbúnir að vera með,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Heimilisstörfin sem brenna flestum kaloríum

Heimilisstörfin sem brenna flestum kaloríum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu

Bachelor stjarna sagði „n-orðið“ í beinni útsendingu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nýtt trend á Instagram – Sundföt og strigaskór

Nýtt trend á Instagram – Sundföt og strigaskór

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.