fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Móðir barns með RS-veiru: „Ekki vera sjálfselsk, ekki kyssa börn“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. september 2019 13:37

AJ litli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RS-veira (respiartory syncytial virus) er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarvegi. Sýkingin veldur kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun sérstaklega hjá mjög ungum börnum. Þetta er algengur sjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa en getur lagst þungt á ung börn.

Á vef landlæknis stendur eftirfarandi um sjúkdóminn:

Smitleiðir og meðgöngutími

RS-veiran smitast einkum með beinni snertingu milli einstaklinga en getur einnig smitast með úðasmiti við hósta eða hnerra. Veiran getur lifað í nokkrar klukkustundir á leikföngum eða á borðplötu og getur smitast þannig og borist í líkamann í gegnum nef, munn og augu.

Sýktur einstaklingur er mest smitandi fyrstu dagana eftir að hann veikist en getur haldið áfram að vera smitandi í nokkrar vikur á eftir. Einkenni sjúkdómsins koma fram fjórum til sex dögum eftir að smit hefur orðið.

Ein móðir vill vara fólk við og minna þau á hversu viðkvæm börn eru fyrir þessari veiru og ef þú sérð barn og hugsar með þér: „Vá það er svo krúttlegt, ég bara verð að kyssa það,“ ekki gera það.

„Fullorðnir, þið eruð smitandi allt að 24 tímum áður en þið farið að sýna einkenni! Vinsamlegast haldið munnum/andadrætti ykkar frá andliti barns, höndum þeirra og fótum,“ skrifar Ariana DiGrigorio á Facebook.

„Ekki vera ástæðan fyrir því að barn sé lagt inn á sjúkrahús (eða að það deyi).“

AJ litli á sjúkrahúsinu.

Ariana ákvað að skrifa þessa færslu eftir að sonur hennar, AJ, þurfti að eyða sex dögum á sjúkrahúsi, þegar hann var aðeins átta mánaða gamall, eftir að hafa smitast af RS-veirunni frá fullorðnum einstakling.

„Sem foreldri getur það verið mjög vandræðalegt að segja einhverjum (sérstaklega fjölskyldumeðlim eða vin) að fara frá barninu þínu. Það er líka ótrúlega erfitt að stoppa einhvern að kyssa barnið þitt eftir að þau eru farin af stað að kyssa það. Ekki vera sjálfselsk. Ekki kyssa börn. Það er ekki þess virði,“ skrifar hún.

„Ekki vera ástæðan fyrir því að barn sé lagt inn á sjúkrahús (eða það deyr).“

Ariana segir við Scary Mommy að AJ varð veikur í febrúar 2018. „Það þurfti að gefa honum róandi lyf allan tímann sem við vorum á sjúkrahúsinu,“ segir hún. AJ er við góða heilsu í dag en fékk astma eftir veiruna.

„Líka, ef þú ert veik, vertu heima hjá þér. Það sem  gæti verið ‚ennisholusýking‘ eða ‚ofnæmi‘ gæti verið lífshættulegt fyrir barn,“ segir Ariana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum