Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Bleikt

Þau eru vinsælust á Tinder – Hvað gerir þau svona eftirsóknarverð?

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cosmopolitan og Tinder voru að gefa út lista yfir þá 30 einstaklinga sem eru vinsælastir á stefnumótaforritinu í Bretlandi.

Þetta er fólkið sem hefur verið „svæpað“ oftast til hægri hjá. Þau eru 19-34 ára og frá öllu Bretlandi, meðal annars Belfast, Devon og Leeds.

En hvað gerir þau svona sérstök að fólk „svæpar“ til hægri?

Cosmopolitan birtir myndir og Tinder-lýsingu þeirra. Sum þeirra segja hvað lætur þau svæpa sjálf til hægri.

Skoðum nokkur þeirra hér að neðan.

Ella-Morgan, 25 ára, ráðgjafi um fegrunaraðgerðir.

Tinder-lýsing: „Stolt transkona. Dæmdu mig eins og þú vilt en ég er vingjarnlegasta og fyndnasta stelpa sem þú munt kynnast. Já ég er búin að fara í aðgerðina mína!“

Chanel, 27 ára, söngkona

Tinder-lýsing: „Listamaður og tónlistarunnandi. Byrjum á halló. Ég er að leita að einhverjum andlegum með hlýleg augu.“

Peter, 26, lögmaður

Tinder-lýsing: „Ég er að leita að einhverjum til að fara með á Spoon Street“ (staður sem selur fro-yo ís)

Hvað lætur þig svæpa til hægri? Einhver metnaðarfull.

En til vinstri? Ef allar myndir eru af henni á djamminu.

FJ, 28 ára, rakari og fyrirsæta

Tinder-lýsing: „Ég er að leita að svölu fólki til að „strauma“ (e. vibe) með. Fáum okkur mat.“

Hvað lætur þig „svæpa“ til hægri? Allar konur sem líta út eins og Jennifer Aniston. Sérstaklega frá sirka 1993 til 1999 – Rachel í fyrri seríum af Friends. Það er draumakona mín.

Jane, 30 ára, framkvæmdarstjóri

Tinder-lýsing: „Stundum er ég hrifin af jóga, stundum er ég hrifin af víni.“

Besta við að vera einhleyp? Hópspjallið sem ég er með vinkonum mínum þar sem við ræðum stefnumótin okkar.

Daire, 27 ára, fjármálaráðgjafi

Tinder-lýsing: Bara nafnið mitt, staðsetning og Instagram-síða. Þú vilt ekki gefa upp of mikið strax.

Elise, 19 ára, samlokulistamaður

Tinder-lýsing: Texti úr lagi Biggie: „Sicker than your average“

Ráð til að skera sig úr: Sjálfsöryggi er lykillinn. Einnig myndir af þér með engan farða. Ég hef verið að skemmta mér með vinum á meðan þeir eru á Tinder og þeir segja: „Hún er sæt, en hvernig lítur hún út í raun og veru.“

Besta við að vera einhleyp? Að einblína á mig.

Eliana, 19 ára, blaðamaður

Tinder-lýsing: „Spænskur amerískur blendingur“

Marley, 22 ára, DJ

Tinder-lýsing: Er með starfið mitt, ég var fótboltamaður og er núna plötusnúður, og hvar ég læri.

Adam, 23 ára, lagahöfundur

Tinder-lýsing: Hvar ég vinn og bý.

Hvað lætur þig „svæpa“ til hægri? „Ég elska tennur, fallegt bros nær til mín.“

En til vinstri? „Ég elska fitness, þannig kannski fólk sem eru ekkert svo hrifnir af hreyfingu, eða einhver sem virkar þröngsýn.“

Skoðaðu myndir af hinum 20 vinsælu einstaklingunum á Tinder hér að neðan.

Þú getur lesið meira um hvað þau hafa að segja á Cosmopolitan.com 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Brúðarmeyjar deila hryllingssögum: „Hún var bókstaflega grátandi í fósturstellingunni“

Brúðarmeyjar deila hryllingssögum: „Hún var bókstaflega grátandi í fósturstellingunni“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður og Reynir ástfangin – Svona eiga þau saman

Ragnheiður og Reynir ástfangin – Svona eiga þau saman
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Elskar augabrúnirnar þrátt fyrir gagnrýni: „Fólk starir á mig á hverjum degi“

Elskar augabrúnirnar þrátt fyrir gagnrýni: „Fólk starir á mig á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Dr. Phil spyr gest hvort hann viti að unnusta hans sé trúlofuð öðrum karlmanni – Sjáðu viðbrögð hans

Dr. Phil spyr gest hvort hann viti að unnusta hans sé trúlofuð öðrum karlmanni – Sjáðu viðbrögð hans
Bleikt
Fyrir 1 viku

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.