Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Bleikt

Svona fór Jessica Simpson að því að léttast um 45 kíló – Systirin leysir frá skjóðunni

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 28. september 2019 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jessica Simpson opinberaði það nýverið á Instagram að hún hafi náð að létta sig um 45 kíló á aðeins sex mánuðum eftir að hún fæddi sitt þriðja barn, dótturina Birdie Mae, í mars. Systir Jessicu, Ashlee Simpson, ljóstraði upp í viðtali við Us Weekly hvernig systir hennar fór að þessu.

„Staðfesta! Það virkar,“ segir Ashlee í samtali við tímaritið. „Ég meina, hún er búin að leggja svo hart að sér og lítur stórkostlega út.“

Jessica opnaði sig sjálf um þennan árangur í viðtali við HSN síðastliðinn fimmtudag, en auk Birdie Mae á hún einnig dótturina Maxwell, sjö ára, og soninn Ace, sex ára, með eiginmanni sínum, Eric Johnson.

View this post on Instagram

NYC Ladies’ Night ✨

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on

„Þetta hefur verið erfiðisvinna. Ég verð að segja frá því að ég hef lagt mjög hart að mér. Allt sem ég hef borðað er aðallega búið til úr blómkáli,“ sagði Jessica og gaf almenningi eitt gott ráð. „Mér finnst mikilvægt að skrifa niður það sem maður borðar til að halda sér á mottunni.“

Í viðtalinu við HSN sagði Jessica enn fremur að hún hafi ávallt þyngst mikið á meðgöngum.

„Ég bjóst ekki við að þyngjast svona mikið með þriðja barn. Ég hélt að ég hefði lært lexíuna mína en svona er ég greinilega af Guði gerð – mjög svöng og ólétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp
Bleikt
Fyrir 1 viku

Erna sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli: „Nákvæmlega sami líkami, sama daginn“

Erna sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli: „Nákvæmlega sami líkami, sama daginn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drusluskömmuð á flugvelli – Sögð vanvirða foreldra: „Ég var hneyksluð, niðurlægð og brjáluð.“

Drusluskömmuð á flugvelli – Sögð vanvirða foreldra: „Ég var hneyksluð, niðurlægð og brjáluð.“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona áttu að skreyta jólatréð – Fjöldi ljósapera og jólaskrauts fer eftir stærð trésins

Svona áttu að skreyta jólatréð – Fjöldi ljósapera og jólaskrauts fer eftir stærð trésins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.