Sunnudagur 26.janúar 2020
Bleikt

Raunveruleikastjarna harðlega gagnrýnd fyrir að birta þessa mynd af dóttur sinni: „Við búum í sjúkum heimi“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. september 2019 12:00

Amanda Stanton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bachelor-stjarnan Amanda Stanton var harðlega gagnrýnd fyrir að birta mynd af fimm ára dóttur sinni í bikiníi. Hún svarar fyrir sig.

Amanda, 29 ára, segir að aðeins „sjúkt fólk“ myndi hugsa að þetta væri eitthvað annað en krúttlegt.

Hún deildi mynd af dóttur sinni, Charlie Emmu, á laugardaginn. Charlie er sjálf að taka myndina í spegli og er klædd í bikiní.

„Gera okkur klárar fyrir að eyða deginum á ströndinni,“ skrifaði Amanda með myndinni.

View this post on Instagram

getting ready for a beach day 🏖

A post shared by Amanda Stanton (@amanda_stantonn) on

Nettröll voru ekki lengi að mæta á svæðið og gagnrýna Amöndu fyrir myndbirtinguna.

„Ég á tvær dætur, þær eru tíu og sextán ára. Kennum þeim sjálfsöryggi og jákvæða líkamsímynd án þess að deila svona mynd… Amanda, mér líkar við stelpuna þína en þetta er aðeins of mikið,“ skrifaði einn netverji.

„Ummm ég er ekki viss um hvað mér finnst um þessa mynd. Ég meina, þetta er krúttlegt fyrir þig en því miður búum við í sjúkum heimi. Ég held ekki að ég myndi deila þessu á netinu,“ skrifaði annar netverji.

View this post on Instagram

coming home to this after a long day>

A post shared by Amanda Stanton (@amanda_stantonn) on

Nokkrir sögðu að Amanda ætti í hættu á að „sjúkt fólk“ myndi „kyngera“ dóttir hennar.

„Hefurðu ekki áhyggjur af því að fólk kyngeri þessa mynd eða af barnaníðingum? Ég er ekki að dæma og mér finnst þetta krúttleg mynd, bara forvitin.“

Amanda svaraði þessari spurningu: „Ég skil hvað þú ert að segja en ég get ekki stjórnað því hvað sjúk manneskja gæti hugsað. Við fórum á ströndina í dag og það voru krakkar hlaupandi um naktir, fólk deilir myndum af börnunum sínum í baði eða í sundi til dæmis,“ sagði hún og hélt áfram:

„Ég skil að það er sjúkt fólk þarna úti og ég geri allt sem ég get til að vernda börnin mín og passa að þau séu örugg en ég get ekki leyft því að taka yfir lífið mitt á þann hátt að ég þori ekki að deila krúttlegri mynd af þeim í sundfötum.“

View this post on Instagram

first day of after school cuddles

A post shared by Amanda Stanton (@amanda_stantonn) on

Það var ekki aðeins Amanda sem svaraði fyrir sig heldur komu einnig nokkrir netverjar henni til varnar.

„Ég skil ekki hvað er vandamálið bara því þetta er sjálfsmynd frekar en að foreldri er að deila mynd af barninu sínu í sundfötum á ströndinni, sem við erum alltaf að sjá,“ skrifaði einn netverji.

„Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta krúttlegt. Hún er fimm ára og er með lítinn krúttlegan maga og veit ekki einu sinni af því og er örugg í sundfötunum sínum á leið á ströndina,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.