fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Glímdi við átröskun – Óttast nú að dæturnar fari sömu leið

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Catherine Brown skrifaði pistil á vefsíðuna Scary Mommy en pistillinn fjallar um glímuna hennar við átröskun og hvernig hún reynir að koma í veg fyrir það að dætur sínar lendi í því sama

„Það hafa liðið í kringum 20 ár síðan ég glímdi við átröskun. Á sínum tíma borðaði ég nánast ekkert og æfði eins og brjálæðingur á sama tíma. Ég ætlaði alltaf að segja dætrum mínum frá átröskuninni minni einn daginn. Þessi dagur kom fyrr en ég hélt. Nýverið tók ég þátt í að gera bók sem innihélt ritgerðir um bata eftir átraskanir og börnin mín eru forvitin. Þau sáu ritgerðina mína og vildu vita meira, af hverju ég væri að skrifa um átraskanir. Samræður um átraskanir koma því reglulega upp í samræðunum okkar.

Catherine segir elstu dóttur sína hafa komið heim og sagt frá því að stelpurnar í skólanum tali um það hvernig þær svelti sig. Þær geri það svo þær geti fengið líkamann sem þær halda að muni gera þær ánægðar. Catherine segist hafa fundið fyrir létti því hún er ekki viss um að dóttir sín hefði þorað að tala við sig um þetta ef þær hefðu ekki talað áður um átraskanir.

„Þetta getur verið rosalega erfitt“

Catherine segir að stundum líði henni eins og hún hafi gengið of langt þegar kemur að samtölum um átraskanir.

„Þegar ein dóttir mín ákveður að fá sér ber eftir kvöldmat í staðinn fyrir ís, þá ásakar systir hennar hana um að vera að þróa með sér átröskun. Þetta getur verið rosalega erfitt. Er ég að koma í veg fyrir það að þær þrói með sér átröskun með því að tala um það opinskátt? Eða tölum við um það of mikið? Munu þessar reglulegu samræður einhvern vegin hvetja þær í að þróa með sér átröskun?“

Hún segir átröskunina vera í ættinni sinni svo áhyggjur hennar eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hún vitnar síðan í prófessor sem rannsakar átraskanir að nafni Cynthia Bulik. Cynthia orðar áhrifin sem genin geta haft á þróun átraskana mjög vel, „genin hlaða byssuna og umhverfið tekur í gikkinn“.

„Síðastliðin 15 ár hef ég lagt mig fram í að láta umhverfið ekki draga stelpurnar mínar niður. Ég hef breytt því hvernig ég tala um mat og líkamann minn. Ég sleppi því að draga mig niður eins og ég gerði oft. Athugasemdir eins og „ég hefði ekki átt að borða þetta“ eða „ég er svo feit“ heyra sögunni til hjá mér. En ég hef samt áhyggjur af því að þetta sé ekki nóg til að koma í veg fyrir að þær þrói með sér átröskun. Ég get ekki komið stjórnað því hvernig umhverfið er í skólanum þeirra eða á samfélagsmiðlunum. Ég get ekki heldur breytt því hvernig þær koma fram við hvora aðra. Sama hvað ég segi þeim oft að þær eigi að byggja hvora aðra upp þá geta þær samt verið fjandsamlegar og komið með ömurlegar athugasemdir um líkama systra sinna.“

Catherine hefur áhyggjur af því að þessar athugasemdir gætu orðið til þess að þær þrói með sér átröskun, ef þær hafa ekki þegar gert það.

„Ætti ég að hafa áhyggjur þegar dóttir mín fær sér ávexti í staðinn fyrir ís? Eða ætti ég að hrósa henni fyrir það að velja hollari kostinn? Það er hægt að koma með góð rök fyrir báðum valmöguleikunum.“

Catherine segist vera óvenjulega áhyggjufull móðir og því reynir hún yfirleitt að fylgjast með því sem þær borða heima hjá sér svo hún geti verið viss um að þær gangi ekki of langt þegar kemur að hollustunni.

„Óyfirstíganlegur veggur milli manns og ástvinanna“

Þar sem Catherine hefur reynslu af átröskunum þá veit hún hvað gerist þegar átröskunin tekur yfir mann.

„Átröskunin lætur mann gera hluti sem maður myndi yfirleitt ekki gera. Hún lætur mann blekkja sína nánustu og hún lætur mann fela sig eins lengi og hægt er. Átröskunin gerir það að verkum að það verður til óyfirstíganlegur veggur milli manns og ástvinanna. Reynslan sem ég hef þegar kemur að átröskunum gerir þetta ekki auðveldara fyrir mig. Ég veit ekkert meira um það hvernig ég vernda þær frá átröskunum frekar en frá öðrum hörmungum.“

Þrátt fyrir að vera óviss um það hvernig hún á að vernda stelpurnar sínar frá djöflinum sem átröskun getur verið þá gerir Catherine það sem hún gerir best. Hún talar um málið svo hún geti fyrirbyggt það að dætur sínar lendi í klónum á átröskuninni.

„Ég deili minni reynslu með þeim og ég tala um þær mögulegu hörmulegu afleiðingum sem slæm sjálfsmyndin og vigtin getur haft á mann. Ég reyni að vera fyrirmynd þegar kemur að hollu matarræði og líkamsrækt. Ég tala við þær um það hvernig ljósmyndum af frægu fólki er breytt svo það líti út fyrir að vera fullkomið. Ég vil byggja þær upp með athugasemdum um það hvað líkamar þeirra geta gert frekar en hvernig þær líta út. Ég hrósa þeim fyrir alla yndislegu eiginleikana sem þær búa yfir og hafa ekkert að gera með líkamana þeirra. Síðan geri ég það sem allir foreldrar gera. Ég elska börnin mín og ég reyni eins og ég get að beina þeim í rétta átt. Svo vona ég það besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.