Mánudagur 20.janúar 2020
Bleikt

Mark Ronson skilgreinir sig sem „sapio-kynhneigðan“ – Laðast að greind

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 20. september 2019 14:00

Mark Ronson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Mark Ronson segist skilgreina sig sjálfan sem „sapiosexual“ eða sapio-kynhneigðan, sem er manneskja sem heillast að greind einstaklings frekar en útliti.

Fyrr á þessu ári fékk Mark Ronson Óskarsverðlaun fyrir að skrifa lagið Shallow með Lady Gaga.

Í gær var hann í viðtali í Good Morning Britain til að ræða sína fimmtu plötu, Late Night Feelings.

Fyrr í þættinum var fjallað um sapio-kynhneigð og tók einn þáttastjórnandinn, Kate Garraway, eftir áhuga Mark á efninu. Hún spurði hann út í það í lok viðtalsins.

„Nú þegar við vitum að þú sért einhleypur – þú varst mjög inn í umræðu okkar um sapio-kynhneigð í morgun – og þú skilgreinir þig sem mann sem ert hrifinn af gáfum,“ sagði Kate.

„Já ég gerði það. Ég vissi ekki að það væri orð fyrir það, en já, ég hafði mjög gaman af umræðunni,“ sagði Mark.

„Við vorum öll að rökræða í búningsherbergjunum við nokkra framleiðendur ykkar. Já, mér finnst eins og ég skilgreini mig sem sapio-kynhneigðan.

Sapio-kynhneigð er notað fyrir einstakling sem laðast kynferðislega að mjög gáfuðum einstaklingum.

„Þetta hugtak er að birtast oftar og oftar í persónuauglýsingum, ráðgjafar dálkum og jafnvel á stuttermabolum,“ segir Merriam-Webster.

Félagsfræðingurinn Dr Catherine Hakim heldur því fram að útlit manneskju sé alltaf fyrsti þátturinn þegar kemur að kynferðislegri aðlöðun.

„Þegar þú hittir einhvern í fyrsta skipti, á innan við 30 sekúndum þá tekurðu inn aldur, kyn og þjóðerni þeirra og hversu aðlaðandi manneskjan er,“ segir hún.

„Það er ekki það að gáfur skipta engu máli, en við bregðumst öll eins við konum og körlum, ungum og gömlum, eftir því hversu aðlaðandi þau eru.“

Blaðamaðurinn Nichi Hodgson, sem skilgreinir sig sem sapio-hneigða, útskýrði hennar skilning á hugtakinu í Good Morning Britain.

„Skilgreining sapio-kynhneigðar þýðir ekki að það sé engin líkamleg aðlöðun, það þýðir að greind kemur fyrst. Þannig skilgreini ég mig sjálfa.“

Horfðu á umræðurnar um sapio-kynhneigð hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg í þungum þönkum yfir nýrri vöru: „Ég fer að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi“

Sigga Dögg í þungum þönkum yfir nýrri vöru: „Ég fer að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ástfangin frændsystkini – Fjölskyldan í molum: „Ég vil ekki vera þekkt sem frænka sifjaspells-frændsystkinanna“

Ástfangin frændsystkini – Fjölskyldan í molum: „Ég vil ekki vera þekkt sem frænka sifjaspells-frændsystkinanna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tískubloggara tekið fagnandi fyrir „raunverulega“ bikinímynd: „Ég kemst ekki yfir hversu fokking heit þú ert“

Tískubloggara tekið fagnandi fyrir „raunverulega“ bikinímynd: „Ég kemst ekki yfir hversu fokking heit þú ert“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.