Sunnudagur 26.janúar 2020
Bleikt

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komist að því að það er samhengi á milli fingurlengdar fólks og þess hversu líklegt það er til að halda framhjá maka sínum. Ef vísifingur og baugfingur eru jafn langir þá eru meiri líkur á að þú hafi fundið þér maka sem verður þér trúr og tryggur. Ef baugfingur makans er hinsvegar lengri en vísifingurinn þá eru meiri líkur á að viðkomandi haldi framhjá.

Það eru vísindamenn við Oxford University og Northumbria University sem hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað 600 karla og konur frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir rannsökuðu kynlífshegðun fólksins og komust að því að fólk hefur sterka tilhneigingu til að skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn metur tryggð við makann mjög mikils en hinn hópurinn er mun líklegri til að eiga í kynferðislegum samböndum við fleira fólk á sama tíma.

Þeir sem höfðu tilhneigingu til að eiga marga kynlísfélaga á sama tíma voru með lengri baugfingur.

Vísindamennirnir telja að þetta sé vegna þess að fólk með lengri baugfingur hafi fengið meira magn af testósterón hórmóninu þegar það var í móðurkviði en testósterón er talið hafa áhrif á kynhvöt.

Metroxpress segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið birtar í The Royal Society Journal Biology Letters. Vísindamennirnir vekja þó athygli á að ekki sé hægt að nota þessa greiningu til að spá fyrir um hegðun allra en fingurlengdin geti hjálpað til við að finna þá sem eru líklegri til að vera ótrúir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.