Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Bleikt

Raunveruleikastjarna segir að það er meira á bak við fyrir og eftir myndir á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. september 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Housewives of Beverly Hills raunveruleikastjarnan Teddi Mellencamp segir að það er meira á bak við fyrir og eftir myndir á Instagram.

Hver sem er á samfélagsmiðlum kannast við að sjá reglulega fyrir og eftir myndir skjóta upp kollinum. Einhver vinur þinn á Facebook missti 20 kíló og birtir tvær myndir hlið við hlið, önnur er fyrir þyngdartapið, hin er eftir.

Teddi segir að það sé svo margt á bak við þessar myndir sem sést ekki þegar horft er á þær.

„Jújú, fyrir og eftir mynd er frábær leið til að sýna einn hluta af heilsu vegferð einhvers,“ skrifaði hún á Instagram.

„En myndin getur ekki sýnt þér umfang þess sem hefur verið afrekað.“

Teddi er fitness áhrifavaldur og ábyrgðarþjálfari (e. accountability coach). Hún segir að hún og hópur hennar á All In By Teddi hafa búið til eitthvað sem heitir „Umfram fyrir og eftir“ eða „Beyond the Before & After.“

„Þetta snýst um svo mikið meira en bara þyngdartap. Fyrir mig snerist þetta um að finna sjálfsöryggi til að byggja upp fyrirtæki, finna leiðir til að kljást við kvíðann minn og verða hamingjusöm, vera meira nærverandi sem móðir og eiginkona,“ segir Teddi.

„Þannig þó svo að mynd getur sagt meira en þúsund orð, þá er svo margt sem mynd getur bara ekki komið til skila.“

Teddi hefur áður sagt í viðtali við NBC News að hún þyngdist mikið eftir að hafa eignastbörn.

„Ég þyngdist um 36 kíló á fyrri meðgöngunni, og seinni meðgöngunni þyngdist ég aftur um 36 kíló, en ég hafði alveg misst allt frá fyrri meðgöngu. Ég hélt í alvöru að ég myndi grennast aftur. Ég ætlaði að vinna hart að mér og það myndi bara gerast. En það gerði það ekki,“ sagði Teddi. Hún útskýrði hvernig hún breytti hugarfari sínu þegar hún uppgötvaði að hún þyrfti að gera sig sjálfa ábyrga fyrir því sem hún var að borða og gera, og þá tókst henni að létta sig.

Hún segist þó ekki vilja tala opinberlega um þyngd sína. „Ég held að setja þessa tölu þarna út lætur okkur vilja bera okkur saman og við erum öll svo ólík,“ skrifaði hún við Instagram færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.