Þriðjudagur 21.janúar 2020
Bleikt

Lögð í einelti af nemendum og kennara: „Það voru settir lásar á ísskápinn og alla matarskápa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 3. ágúst 2019 12:00

Alexandra Arndísardóttir Sadiku. Mynd: Eyþór/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Arndísardóttir Sadiku er 25 ára tveggja barna móðir sem býr á Akranesi. Sögu Alexöndru mætti lýsa sem harmsögu. Hún var lögð í mikið einelti sem barn vegna þyngdar sinnar. Þegar hún var unglingur tók kennari við keflinu og tók hana reglulega úr tíma til að leggja henni línurnar um hvernig hún ætti að verða „heilbrigðari.“ Fósturheimili og BUGL lituðu unglingsár Alexöndru og í hvert skipti sem henni leið illa, þá borðaði hún.

Hún segir sögu sína í einlægu viðtali sem hægt er að lesa í heild sinni í DV.

Alltaf verið stór

„Ég hef verið stór og þétt frá því að ég man eftir mér, eða réttara sagt frá og með fæðingu. Þegar ég var fimm ára var ég rúm 38 kíló og það fór versnandi með árunum,“ segir Alexandra.

„Ég greindist með mjög vanvirkan skjaldkirtil þegar ég var barn. Ég hef verið á lyfjum við því frá þeim degi. En svo fannst mér svo gott að borða. Ég borðaði þegar mér leið vel en ég borðaði sérstaklega mikið þegar mér leið illa. Ég borðaði þó að ég væri ekki svöng og alltaf borðaði ég það mikið að mig langaði að kasta upp í lokin því það var ekki meira pláss í maganum. En það stoppaði mig ekki,“ segir Alexandra og heldur áfram.

Alexandra sem barn. Mynd úr einkasafni.

Lögð í einelti

Alexandra var lögð í einelti í grunnskóla vegna þyngdar sinnar. „Eineltið lét mér líða illa, borða meira og gera hluti sem ég sé eftir. Ég til dæmis stríddi annarri stelpu sem var í nákvæmlega sömu sporum og ég því mér fannst ég þurfa að sýna mig fyrir stóru krökkunum,“ segir Alexandra.

Alexandra fór í annan skóla eftir 5. bekk og eignaðist þar marga vini sem henni þykir enn mjög vænt um í dag. En því miður hætti eineltið ekki þar. Kennari tók Alexöndru fyrir.

„Í skólanum var einn kennari sem gat ekki látið mig í friði vegna stærðar minnar. Hún átti það til að taka mig úr tímum til að fara inn á skrifstofu og búa til „boost“ fyrir mig eða draga mig út í búð og kenna mér að kaupa hollan mat. Þarna var ég í sirka sjöunda bekk. Hún skóf ekkert utan af því hvernig ég leit út og hvað henni fannst um það. Hún nefndi það í tíma og ótíma hvað væri best fyrir mig að gera,“ segir Alexandra.

Alexandra Arndísardóttir Sadiku. Mynd: Eyþór/DV

Byrjaði í neyslu

Alexandra fór að stela og fikta við fíkniefni, og hætti í kjölfarið að mæta í skólann. Hún var send á Hraunberg, vistheimili fyrir börn.  Hún byrjaði að borða meira og brjótast inn. Næst var hún send til Neskaupstaðar í fóstur í tíu mánuði og sá tími var mjög erfiður tími fyrir hana.

„Ég var farin að stela mat úti um allt á heimilinu þannig það voru settir lásar á ísskápinn, alla skápa sem eitthvað matarkyns var inni í og öllum herbergjum læst,“ segir Alexandra.

Á þessum tíma lærði Alexandra hverjir hennar raunverulegu vinir væru og hjálpaði það henni að verða edrú.

Eftir að Alexandra byrjaði að elska sjálfa sig byrjaði hún að hugsa betur um sig. Mynd: Úr einkasafni

Fór þrisvar inn á BUGL

Alexandra var lögð þrisvar sinnum inn á BUGL (barna- og unglingageðdeild) vegna andlegrar vanlíðunar.

„Ég skaðaði sjálfa mig margoft með alls konar tækjum og tólum vegna þess að mér leið illa vegna útlits míns og ég skammaðist mín svo rosalega. Ég þorði ekki að gera neitt nýtt því þyngdin stoppaði mig í einu og öllu,“ segir Alexandra.

Hægt er að lesa viðtalið við Alexöndru í heild sinni í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.