Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Bleikt

Móðir hefnir sín á sonum sínum með rosalegum hrekk

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af móður hrekkja tvo syni sína hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima síðustu daga.

Felicity Crane sló í gegn á TikTok í síðustu viku og fékk yfir 41 milljón áhorf á myndbandið sitt. Í myndbandinu er hún að hefna sín á sonum sínum með því að hrekkja þá. Óljóst er fyrir hvað hún er að hefna sín.

Felicity plataði syni sína að hún hafi skorið af sér fingur á meðan hún var að elda kvöldmat fyrir fjölskylduna.

Í myndbandinu byrjar hún á því að skera gulrætur og sker eina gulrót þannig að hún lítur út eins og fingur. Hún síðan setur rauðan matarlit yfir gulrótina, svo það líti út eins og blóð. Hún beygir síðan miðju fingurinn og setur „blóðuga“ gulrótina í staðinn, svo það líti út eins og hún sé verulega slösuð. Næst öskrar hún eins hátt og hún getur og koma strákarnir hlaupandi inn í eldhús.

Drengirnir eru vægast sagt skelfingu lostnir og hlaupa um allt eldhús í leit að einhverju til að hjálpa móður sinni. Einn kemur með pönnu og setur á hönd hennar. Felicity öskrar að hún þurfi handklæði. Síðan segir hún þeim að hringja í neyðarlínuna og þeir spyrja hvar síminn er, hún bendir þeim á símann og þá átta þeir sig á því að það sé verið að taka þá upp.

Sjáðu viðbrögð þeirra í myndbandinu hér að neðan.

Hvað segja lesendur, góður hrekkur eða var þetta illa gert?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.