fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Bleikt

Kvíðir barnið fyrir komandi skólaári? Fimm góð ráð til foreldra

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 26. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar hafa margt á sinni könnu: það eru afborganirnar af hinu og þessu, þau þurfa að hugsa um aldraða foreldra sína, það getur verið eitthvað vandamál að hrjá þá í vinnunni eða heilsan getur verið slæm, og svo framvegis. Það getur verið margt sem steðjar að og þess vegna kann að vera að foreldrar taki ekki eftir því ef barn á heimilinu er kvíðafullt vegna þess að skólinn sé að byrja aftur eftir sumarfrí.

Sálfræðingar segja byrjun nýs skólaárs geta verið sressandi tíma bæði fyrir börn og foreldra. Á meðan foreldrar reyna að finna jafnvægi á milli heimilishalds, atvinnu og fleiri utanaðkomandi þátta, fer kvíði barnanna stundum framhjá þeim. Sum börn eru jafnvel að byrja í nýjum skóla eða að hefja erfitt skólaár. Sem betur fer hafa börn mikla aðlögunarhæfni og geta stundum tekist á við breytingar enn betur en foreldrarnir. Foreldrar geta samt sem áður, ef þeir eru vakandi fyrir tilfinningum barnanna, hjálpað þeim að takast á við þann kvíða sem þau kunna að finna fyrir vegna komandi skólaárs. Gott er að tala við börnin og leyfa þeim að tjá tilfinningar sínar varðandi það að vera á leið í skóla.

Hér eru nokkur ráð sem gætu komið sér vel til þess að draga úr kvíða:

Að æfa aðstæðurnar:

Í fyrsta lagi er gott að reyna að snúa við sólahringnum aftur. Mörg börn hafa fengið að vaka lengi frameftir yfir sumartímann og fara orðið mjög seint að sofa. Þá er gott að undirbúa barnið fyrir að þurfa að vakna mun fyrr á morgnanna með því að reyna að hjálpa þeim að snúa sólarhringnum við. Skipulagning ýmiskonar er góð, að taka fram skólatöskuna, nestisbox, pennaveski o.s.frv. Ef þetta er allt tilbúið til notkunar lenda börnin ekki í því að vera stressuð og á síðustu stundu að leita að því sem þau þarfnast fyrir skólann. Einnig er góð hugmynd að fara saman í göngutúr, ganga fram hjá skólanum og tala saman. Það dregur úr kvíða barnsins eða hjálpar barninu að opna sig og tjá kvíðann sem er til staðar.

Að kynnast hverfinu:

Ef barnið er að byrja í nýjum skóla er gott að leyfa því að spóka sig um í nýja hverfinu. Gott er að skoða skólalóðina og leiksvæðin í hverfinu. Sé möguleiki á því er gott fyrir barnið að fá að leika sér við einhvern úr hverfinu sem verður í sama skóla. Ef það er ekki hægt er sniðugt að fara með barnið í sund í hverfissundlauginni, á bókasafnið o.fl. í þeim dúr. Það er mikilvægt að gefa barninu jákvæða mynd og upplifun af nýja hverfinu áður en skólinn hefst.

Að tala saman:

Að spyrja barnið út í ótta sinn eða kvíða mun hjálpa því að deila áhyggjum sínum með foreldrinu. Gott er að spyrja út í hvað það var sem barninu líkaði sérstaklega vel við gamla skólann, gamla kennarann eða síðasta skólaár. Bentu barninu á hvernig það geti nýtt sér jákvæða reynslu sína sér til framdráttar.

Að sýna barninu hluttekningu:

Breytingar geta verið erfiðar en einnig spennandi. Það getur hjálpað barninu ef þú lætur það vita að þú gerir þér grein fyrir því sem það er að ganga í gegnum og að þú munir verða til staðar fyrir það. Taugatrekkingur er eðlilegur en það er ágætt að láta barnið vita að það sem er nýtt eða öðruvísi er ekki endilega slæmt. Mikilvægt er að hjálpa börnunum sínum að horfast í augu við ótta sinn í stað þess að forðast óþægilegar aðstæður.

Að taka þátt í lífi barnsins og leita aðstoðar:

Að kynna sér skólann og starfið innan skólans er aðeins af hinu góða. Þá muntu sem foreldri skilja betur við hvaða aðstæður barnið þitt býr dags daglega. Að hitta aðra foreldra, mæta á foreldrafundi eða jafnvel taka þátt í foreldrastarfi skólans mun styðja barnið þitt afar mikið og gefa þér yfirsýn sem foreldri. Ef stress og kvíði barnsins er of mikill og hjálp þín sem foreldri virðist ekki nægja, mun hjálpa barninu ef þú leitar til sérfræðings með það. Sérfræðingur getur kennt barninu að takast á við þær aðstæður sem valda því kvíða og gerir því kleift að ráða við aðstæður sem eru barninu erfiðar.

Heimild: apa.org

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist aldrei hafa slegið konu – Johnny Depp og Amber Heard mætast í réttarsal

Segist aldrei hafa slegið konu – Johnny Depp og Amber Heard mætast í réttarsal
BleiktFókus
Fyrir 1 viku

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Chrissy Teigen sýnir brjóstaskoruna eftir aðgerð – „Ekki hafa áhyggjur, mér líður vel.“

Chrissy Teigen sýnir brjóstaskoruna eftir aðgerð – „Ekki hafa áhyggjur, mér líður vel.“
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.