fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Yfirmaðurinn sagði henni að raka „óhreinlegu“ fótleggi sína – Svona svaraði hún fyrir sig

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 23. ágúst 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs kona segir frá því hvernig hún var niðurlægð þegar yfirmaður hennar sagði henni að raka á sér fótleggina og sagði að þeir væru „hreinlætis vandamál.“

Konan kemur fram nafnlaus í færslu á Reddit. Hún útskýrir hvernig órakaðir fótleggir hennar hafa aldrei þótt vandamál áður í hennar starfi, en hún vinnur á alls konar viðburðum og hátíðum.

„Ég er 21 árs kvenmaður. Mér finnst eins og ég ætti að segja þessa hluti um mig sjálfa því þetta er það sem fólk spyr mig vanalega að þegar þau komast að því að ég raka sjaldan á mér fótleggina. Ég er gagnkynhneigð. Ég er mjög kvenleg og ég bara vil ekki eyða tíma mínum né pening í að raka á mér fótleggina.

Ég er líka alls ekki loðin manneskja. Þú getur varla séð hárin á fótleggjum mínum, höndunum mínum eða jafnvel augabrúnunum mínum.

Einu skiptin sem ég raka mig er þegar ég er að hitta nýjan mann og ég hef verið með núverandi kærastanum mínum í þrjú ár. Og honum gæti ekki verið meira skítsama hvort ég raka á mér fótleggina eða ekki,“ skrifar konan.

Hún segir svo frá því að einn daginn segir yfirmaður hennar við hana að líkamshár hennar séu „gegn stefnu fyrirtækisins.“

„Hann var svo rauður og stamaði en sagði mér loksins að hann þyrfti að tala um hreinlæti. Ég var í bókstaflegu sjokki. Ég skammaðist mín svo og spurði hvað hann væri að meina. Hann hélt síðan áfram að segja mér að nokkrir starfsmenn höfðu kvartað yfir því að ég raka ekki á mér fótleggina og sögðu að það væri gegn stefnu fyrirtækisins að ég væri ekki að vera hreinleg. Ég var enn hneykslaðri.“

Hún segist hafa spurt yfirmann sinn hvort að hann þyrfti að raka sjálfur á sér fótleggina fyrir vinnuna og bað einnig um fund með mannauðadeild.

„Ég sagði honum að ég skildi ekki hvað það hefði að gera með það hvort ég rakaði mig eða ekki og hann gjörsamlega þagði. Ég spurði hann hvort hann rakaði á sér fótleggina og hann sagði enn þá ekki neitt. Ég stóð síðan upp og sagði að ef við ætluðum að halda áfram að tala um þetta þá myndi ég vilja hafa einhver frá mannauðadeild viðstaddan og hann sagði mér að við þyrftum ekki að ræða þetta neitt frekar.“

Konan endar færsluna sína á spurningu. „Er ég fávitinn í þessum aðstæðum fyrir að raka ekki á mér fótleggina fyrir vinnuna?“

Færslan hefur vakið mikil viðbrögð og voru netverjar jafn hneykslaðir og konan yfir beiðni yfirmannsins.

„Þetta er kynjamismunar kjaftæði, vá. Alveg ótrúlega fáránlegt,“ skrifaði einn netverji.

„Myndu þeir biðja karlkyns starfsmann um að raka á sér fótleggina? Hvernig er það óhreinlegt fyrir þig en ekki fyrir karlmann með líkamshár? Ég er í alvörunni í sjokki,“ skrifaði annar.

„Þurfa karlmennirnir að raka á sér andlitið? Úff…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.