Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Bleikt

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viljið þið heyra klikkaða sögu? Ég er nýbökuð móðir og það mældist prótein í þvaginu mínu, á meðgöngunni og eftir hana, sem er slæmt. Læknir sagði mér að „grennast“ og það myndi fara. [Læknirinn] vildi svo ekki sjá mig fyrr en eftir nokkra mánuði. Þannig ég fór og fékk álit annars læknis. Kom í ljós að ég er með beinmergskrabbamein,“ skrifar grínistinn Jen Curran á Twitter.

Þegar Jen Curran var ólétt af dóttur sinni, Rose, tóku læknar eftir því að blóðþrýstingur hennar væri hár og að það mældist prótein í þvagi hennar.

Það getur verið merki um yfirvofandi fæðingarkrampa, sem getur leitt til veikinda eða dauða mæðra og barna þeirra. Læknarnir voru áhyggjufullir og var hún látin taka því mjög rólega á meðgöngunni.

Jen Curran.

Einn læknir hvatti Jen til að fara til nýrnasérfræðings eftir að hún átti dóttur sína.

„Hún var mjög hörð á því að ég ætti að fara,“ sagði Jen, 38 ára, við Today. „Sem betur fer var hún það.“

Þegar dóttir hennar fæddist varð blóðþrýstingurinn aftur venjulegur. En próteinið í þvaginu var enn til staðar og minnti læknir hennar hana, enn og aftur, á að fá tíma hjá nýrnasérfræðingi.

Jen fékk tíma hjá sérfræðingi og bjóst við að heyra að próteinmagnið væri búið að minnka. Hins vegar hafði það aukist. En það sem kom Jen mest á óvart var hvað læknirinn vildi gera við vandamálinu.

„Hún var að stara á niðurstöðurnar og sagði svo við mig: „Það getur tekið langan tíma fyrir líkama þinn að komast aftur í eðlilegt horf. Geturðu byrjað í megrun og að hreyfa þig?“ Hún var eiginlega frekar ógnandi með þetta.“

Jen segir að það eru mörg ár síðan læknir sagði við hana að grennast. Þegar hún var í kringum tvítugt var hún um 45 kíló en síðan þá hefur þyngd hennar sveiflast.

Til að byrja með fylgdi Jen ráðum læknisins og reyndi að borða öðruvísi til að létta sig. En læknirinn gaf henni ekki skýr fyrirmæli og henni leið eitthvað furðulega með þetta.

„Þetta var svo einfalt svar, mér leið eins og eitthvað væri ekki rétt. Með hverjum deginum sem ég horfði inn í ísskáp varð ég sífellt reiðari, hún var svo ósvífin með þetta og lét mér líða eins og það væri mitt mál að laga þetta,“ segir Jen.


Hún ákvað að leita til annars sérfræðings.

„[Læknirinn] sá að ég var stressuð og áhyggjufull. Ég spurði: „Hvað með mataræði og hreyfingu?“ Og hún sagði: „Það er ekkert sem þú getur gert með mat eða hreyfingu sem gæti hjálpað þessu.“ Mér leið svo miklu betur,“ segir Jen.

Það kom í ljós að Jen er með sjaldgæft krabbamein (multiple myeloma). Jen deildi sögu sinni á Twitter og hefur færslan fengið gríðarleg viðbrögð.

Jen vonar að saga sín hvetur aðrar konur til að berjast fyrir heilsu sinni þegar þeim líður eins og læknar vísa veikindum þeirra á bug eða þeim líður eins og eitthvað sé ekki í lagi.

„Ég spurði auka spurninga og lét þau endurgera próf. Mér er sama hvað þeim finnst um mig,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York

Sjáðu heimili Jesse Tyler Ferguson í New York
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd

Svona ferðu að því að taka fullkomna rassamynd
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Skildi við eiginmanninn og byrjaði að stækka brjóstin – Erfitt að gera hversdagslega hluti: „Ég ætla aldrei að hætta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.