fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Litaði á sér hárið og þá hófst martröðin: „Ég leit út eins og geimvera“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steph O‘Dell var að fara að halda upp á afmæli systur sinnar í Amsterdam.  Hún vildi líta vel út fyrir ferðina og ákvað að lita á sér hárið. Ákvörðun sem hún sá mikið eftir síðar.

Steph, 24 ára, ákvað að lita ekki hárið heima heldur fór hún á hárgreiðslustofu. Hún var ánægð með útkommuna og daginn eftir flugu þær systur til Amsterdam. Ferðin breyttist hinsvegar fljótlega í martröð þegar hún fékk ofnæmisviðbrögð og höfuð hennar bólgnaði svo svakalega að hún var óþekkjanleg. Hún gat ekki opnað augun og endaði með að eyða fimm dögum á sjúkrahúsi.

„Þetta var ógnvekjandi. Ég var í skelfilegum sársauka og leit út eins og geimvera,“ segir hún við The Sun.

„Ég var heppin að þetta fór ekki verr. Ég mun aldrei lita á mér hárið aftur.“

Steph O’Dell

Steph er með ofnæmi fyrir efninu parapheny-lenediamine (PPD), sem er algengt innihaldsefni í hárlit. Hún komst að því að hún væri með ofnæmi þegar hún var unglingur.

„Ég hef alltaf gert næmispróf á vörum áður en ég nota þær og þegar ég var fimmtán ára þá gerði ég það við kassahárlit og fékk útbrot. Ég áttaði mig á því að ég væri með ofnæmi fyrir PPD, þannig ég litaði það aldrei,“ segir Steph.

„Ég má heldur ekki fá mér henna tattú eða lita á mér augabrúnirnar.“

Í júní 2015 var Steph að fara til Amsterdam með systur sinni og vildi lita á sér hárið svo það myndi passa við hárlengingar sem hún var með á þeim tíma.

Hún fór á hárgreiðslustofu í heimabæ sínum. „Ég vildi líta vel út. Ég sagði hárgreiðslukonunni að ég væri með ofnæmi fyrir PPD og sýndi henni myndir af ofnæmisviðbrögðum sem ég hef fengið áður,“ segir Steph.

„Hún fullvissaði mig um að hárliturinn myndi ekki koma við hársvörðinn minn og að hann væri lífrænn. Við gerðum næmispróf og ég fékk engin viðbrögð, þannig ég var ánægð með það.“

Tveimur vikum seinna fór hún í litun og segist hafa verið mjög ánægð með útkommuna. En seinna um daginn byrjaði henni að klæja á hálsinum og tók eftir að það væri smá hárlitur á húðinni hennar. Hún skolaði hann af og setti á sig kláðakrem.

Næsta dag flaug hún til Amsterdam með systur sinni. En seinna um daginn byrjaði andlit hennar að bólgna.

„Mér var byrjað að finnast gleraugun mín þröng og mér leið eins og það væri kviknað í hálsi mínum. Ég hélt í vonina að bólgan myndi hjaðna.“

Steph eftir litunina.

Steph fór að sofa og vaknaði í hræðilegri martröð.

„Höfuð mitt var risastórt og eitt augað var svo bólgið að það var lokað. Þetta var svo sársaukafullt. Mig klæjaði svo í andlitið og allt höfuðið,“ segir Steph.

Um kvöldið fór hún á spítala í Amsterdam og fékk ofnæmistöflur og augndropa. Síðan fór hún aftur upp á hótel.

Morguninn eftir var andlit hennar svo bólgið að bæði augu hennar voru lokuð og hún gat með engu móti opnað þau. Systir hennar hafði samband við faðir þeirra sem borgaði flug fyrir þær sama dag.

 

„Ég þurfti að halda í systur mína út um allt því ég sá ekki neitt. Þetta var mjög ógnvekjandi. Pabbi hitti okkur á flugvellinum og fór með mig beint á sjúkrahúsið,“ segir hún.

„Hjúkrunarfræðingarnir höfðu áhyggjur af öndun minni, því háls minn var að lokast. Ég hélt ég myndi deyja og fékk kvíðakast.“

Steph eyddi næstu fimm dögum á sjúkrahúsinu og var gefið stera. Læknar sögðu við hana að þetta væru verstu ofnæmisviðbrögð sem þeir höfðu séð.

„Sem betur fer fór ég með systur mína aftur til Amsterdam nokkrum árum seinna og hún fékk loksins ferðina sem hún átti skilið,“ segir Steph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.